Bloggfćrslur mánađarins, maí 2010
26.5.2010 | 15:24
Norskur sjávarútvegur í miklum blóma
Sjávarútvegur í Noregi skapar ţví sem nćst jafnmikil verđmćti á öđrum sviđum samfélagsins og í eigin greinum. Ţannig leiđir hver króna, sem verđur til í hjá sjávarútvegsfyrirtćkjum, til 95 aura verđmćtasköpunar annars stađar. Ţessi margfeldisáhrif eru gríđarlega mikilvćg fyrir norskt samfélag ekki síst í hinum dreifđu byggđum landsins.
Ţessir úrreikningar miđast viđ áriđ 2008 og voru gerđir af SINTEF, stćrsta sjálfstćđa ráđgjafafyrirtćki á Norđurlöndum, fyrir samtök sjávarútvegsins í Noregi. Mikilvćgi sjávarútvegs ađ ţessu leyti hefur aukist ţví fyrir tveimur árum skapađi hver króna í greininni um 60 aura annars stađar.
Sjávarútvegur eins og ađrir frumatvinnuvegir búa til mörg afleidd störf í hvers konar ţjónustu. Norskur sjávarútvegur hafđi mikiđ umleikis á árinu 2008, međal annars var lagt í miklar fjárfestingar sem nema um 4,6 milljörđum NOK (92 milljarđar ISK), ţar af fóru 1,8 milljarđar til fiskveiđa, 1,6 milljarđar í fiskeldi og 1,2 milljarđar í fiskvinnslu.
Framlag norsks sjávarútvegs til landsframleiđslu 2008 er metiđ á 36 milljarđa NOK (720 milljarđa ISK). Frumgreinin sjálf, ţ.e. veiđar, vinnsla og fiskeldi, skilađi 18,5 milljörđum en margeldisáhrifin gáfu 17,5 milljarđa til viđbótar. Hvert ársverk í sjávarútvegi skilađi um 700 ţúsund NOK verđmćtum til samfélagsins (14 milljónum ISK).
Á heildina litiđ voru unnin 44 ţúsund ársverk áriđ 2008 í tengslum viđ norskan sjávarútveg. Viđ frumgreinina, veiđar, vinnsla og fiskeldi, unnu um 24 ţúsund manns en 20 ţúsund manns störfuđu í afleiddum greinum. Hvert ársverk í sjávarútvegi skapađi ţví nánar tiltekiđ 0,84 ársverk annars stađar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2010 | 11:53
Vilhjálmur frá Skáholti
Vilhjálmur frá Skáholti var til umfjöllunar í Litlu flugunni hjá RÚV á Rás, 1 í umsjón Lanu Kolbrúnar Eddudóttur ţann 6. mai og 13. mai sl.
Ég varđ heillađur af ţessum meinta launsyni Einars Benediktssonar eftir ađ hafa hlustađ á ţćttina hennar Lenu.
Flestir kannast viđ borgarskáldin Tómas Guđmundsson og Stein Steinar, líklega fćrri viđ Vilhjálm frá Skáholti sem sönnu nćr telst Reykjavíkurbarn: fćddist í borginni, ólst ţar upp, orti um hana og dó í henni.
Mađurinn var ekki allra. Ţví má vel vera ađ smámunasöm samtíđ hafi ályktađ um listhćfileika skáldsins út frá undarlegri framkomu.
Ekki svo ađ skilja ađ skáldskapur Vilhjálms geti talist byltingarkenndur um form eđa efni; hann er tćpast einu sinni frumlegur.
En skáldskapur Vilhjálms er međ ţví betra sem ég hef lesiđ og hlustađ á í seinni tíđ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2010 | 09:06
Böđulseiđur
Til ţess legg ég hönd á helga bók og svo skýt ég máli mínu til guđs, ađ ég ljúflega óneyddur játa og lofa, sakir minna afbrota viđ guđ og menn til, ađ ţjóna mínum náđuga herra og kóngi og hans umbođsmanni í ţann máta ađ strýkja og marka og ekki ađ ţyrma ţeim sakamönnum, sem sig í hans sýslu til refsingar forbrotiđ hafa, međ allri trú, dyggđ og hollustu, nćr hann til kallar, og ég skal ekki um hlaupast.
Og ađ svo stöfuđum eiđi sé mér guđ hollur sem ég segi satt, gramur, ef ég lýg.
Anno 1666.
Sigurđur Einarsson verđur yfirheyrđur | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
8.5.2010 | 11:32
Sörli fann Eldeyjar hinar nýju
Viđ Ísland hafa neđansjávargos veriđ alltíđ, ekki síst á Reykjaneshryggnum. Mun sjaldgćfara er ţó ađ eyjar myndist í slíkum gosum. Í latínuriti frá 1230 er ţess getiđ ađ á vorum dögum hafi sjórinn ólgađ og sođiđ og myndađ stórt fjall upp úr sjónum.
Taliđ er ađ ţessi lýsing eigi viđ gos ţađ sem íslenskir annálar telja hafa orđiđ undan Reykjanesi áriđ 1211. Í einum annál segir um ţađ gos:
Sörli fann Eldeyjar hinar nýju, en hinar hurfu er alla ćvi höfđu stađiđ. Ţá segir frá eldsumbrotum undan Reykjanesi 1422: Skaut ţar landi upp, sem sjá má síđan ţeir, er ţar fara um síđan.
Ţá eru sagnir um neđansjávargos viđ Reykjanesskaga áriđ 1583 sem myndađ hafi Gígeyjar og sjá má á Íslandskorti Guđbrands biskups Ţorlákssonar. Ţar er Eldey sýnd og Geirfuglasker SV af henni, en Gígeyjar SSA af Eldey.
Skjálftahrina viđ Eldey | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764335
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar