Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Snæbjörn í Hergilsey

snæbjörn í hergilsey 1-2

Ég hafði jafnan skipstjórn á Fönix, er enn var stærst skip á Breiðaflóa. Mátti þá stundum kalla slark á ferðum og ekki fyrir heilsuveila menn að liggja úti á vetrum í öllu veðri.

Snæbjörn Kristjánsson segir svo frá í æviminningum sínum "Saga Snæbjarnar í Hergilsey".

Liðu árin til 1886, að ég aflaði til heimilis vor og haust en var í hákarlalegum á vetrum. Það var á líðandi vetri, að við fórum út á svokallaðan Hróa. Hann er þvert út af Ólafsvík.

Daginn eftir hvessir á norðan, og vildi ég ná Grundarfirði, ef mögulegt væri.

En veður harðnaði, og loks brotnaði aftara mastrið. En "lokkortusigling" var á skipinu.

Var þá þeirri ætlun lokið og silgdum við til Ólafsvíkur. Við rendum þar upp í svokallaðan Læk, sem bezt er, þegar áveðurs er.

En þar voru menn, sem kunnu að taka á móti sjófarendum. Fjöldi manna kom og tók skipið, í því að það kendi grunns.

Mannbjörg hefði orðið, þótt hjálp hefði verið minni. En afdrif skipsins eru vafasöm. Til dæmis um hjálpsemi Ólafsvíkurbúa við sjófarendur er það, að gamall maður, nærri blindur, lét leiða sig til strandar, svo hann gæti lagt hönd á björgunina. Hann hét Jónas.


Þegar skipið var komið í skorður og farangri borgið, gall við hvaðanæfa í hópnum: "Mann til mín, mann til mín". Menn mínir brostu og voru hissa. En slíkar viðtökur gleymast ekki.


Kvótakerfið hefur leikið byggðirnar grátt

sjómenn 1-8

Hér fyrir neðan er kafli úr grein eftir Lilju Rafney Magnúsdóttur þingkonu VG sem hún ritar á bb.is í dag. Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

Ég hef horft upp á það hvernig kvótakerfið hefur leikið margar byggðir grátt og hvernig gallar þess og óréttlæti birtast í sinni tærustu mynd á því landsvæði sem ég þekki best til og í mörgum sjávarbyggðum hringinn í kringum landið.

Í núverandi kerfi hafa byggst upp gífurlegir hagsmunir valdablokka í landinu sem gefa sitt ekki eftir baráttulaust. Heilu byggðarlögin og margar atvinnugreinar eiga allt sitt undir velvilja stórra kvótahafa og fjármálastofnana.

Þessar valdablokkir hafa beitt ótrúlegum hræðsluáróðri gegn breytingum á kerfinu og beita miklum þrýstingi á stjórnvöld að sem minnstu verði breytt.

Hræðslan og meðvirknin við að styggja ekki þá stóru og sterku er víða undirliggjandi. Meirihluti þjóðarinnar hefur talað í kosningum og vill breyta kerfinu en færri þora að koma fram og tala fyrir því opinberlega því það gæti haft ófyriséðar afleiðingar fyrir þá.

Frá hruni hefur Rannsóknarskýrsla Alþingis komið út og í farvatninu er rannsókn á lífeyrissjóðunum og sparisjóðunum. Brýnt er að fram fari rannsókn á einkavæðingu bankanna eins og þingmannanefndin samþykkti.

Rannsókn á kvótakerfinu og afleiðingum þess frá því að framsal og óbein veðsetning var leyfð er nauðsynleg fyrir allt samfélagið sem hluti af uppgjöri við hrunið, enda leikur á því enginn vafi að þræðir kvótakerfisins lágu um viðskiptalífið eins og mál hjá sérstökum saksóknara hefur sýnt fram á.

Ég tel einnig mjög nauðsynlegt að fram fari úttekt á samfélagslegum og hagrænum áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á byggðir landsins sl. 20 ár, eins og sjávarútvegs- og lanbúnaðarnefnd Alþingis samþykkti sl. sumar.

Það verður aldrei allt mælt í krónum og aurum. En á bak við tölur og hagræðingarkröfur markaðarins er líf, framtíð og búsetuskilyrði fólks í sjávarbyggðum, sem horfa verður til þegar heildarmyndin er skoðuð.


Svartfugl

langvía 2

Tugþúsundum svartfugla sem flækjast í fiskinetum er hent á hverju ári, þar sem ekki er heimilt samkvæmt lögum að selja fugl sem drepst í netum. Svartfugl flækist í fiskinetum í sjó allt árið en aðallega snemma á veturna og á vorin þegar hann kemur nær landi til varps.

Svartfugl flækist í og kafnar í fiskinetum sem lögð eru á veiðislóð, gjarnan þar sem sjómenn verða varir við síli eða loðnu, enda líklegt að helstu nytjafiskar, t.d. þorskur, sæki í slíkt æti. Svartfuglinn sækir hinsvegar einnig í sílið og flækist þar af leiðandi í netunum, jafnvel þó að þau séu lögð mjög djúpt.

Samkvæmt lögum um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum er óheimilt að nota net við fuglaveiðar. Fugla, er drepast í netum sem lögð eru til fiskveiða eða kópaveiða, má hvorki bjóða til sölu, selja, kaupa, gefa né þiggja að gjöf.

Samkvæmt upplýsingum úr umhverfisráðuneytinu er markmið laganna fyrst og fremst að koma í veg fyrir að menn hafi fjárhagslegan ávinning af fuglaveiðum í net.

Heimilt sé að hirða fugl sem drepist hefur í fiskinetum fyrir slysni til eigin neyslu en hinsvegar óheimilt að selja eða gefa.

svartfugl_greiddur_ur_netum.jpg

Haft var eftir sjómönnum á netabátum fyrir nokkrum árum að mikið af svartfugli flækjast í netum, einkum þegar loðnan gengur yfir veiðislóðina í mars og sögðu þeir að fjölmörg dæmi væru um mörg þúsund fugla um borð í einum netabát sem kom í netin í einum róðri. Megninu hafi verið hent í sjóinn.

Sjómenn verða þarna af töluverðum aukatekjum, þó að verðið hafi ekki verið hátt. “Netin eru oftast dregin daglega og fuglinn því svo til nýdauður þegar hann er greiddur úr netunum og því herramannsmatur.

Af þessum staðreyndum  má sannarlega ráða að skotveiði á svartfugl og hlunnindi bænda og annara eru einungis lítið brot að því sem drepst við netaveiðar.

Það er algjört lífsspursmál fyrir allt lífríki hafsins við Íslands að stöðva loðnuveiðar að stórum hluta og setja á eitt alsherjar bann við flottrollsveiðum innan landhelginar.

Það væri skynsamlegt til reynslu að loka svæðum fyrir netaveiðum í nálægð við sjófuglabjörg meðan á varptíma stendur en hætta við fyrirhugað veiðibann að öðru leyti.


mbl.is Veiðibann eina siðlega viðbragðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túnfiskur við Ísland

túnfiskur dregin um borð

Túnfiskurinn var svo sjaldgæfur hér áður fyrr, að aðeins var vitað um tíu fiska fram til 1926. Árið eftir rak þann ellefta og í ágúst 1929 sáust margir við sunnanverða Austfirði, en þar hafði fiskur sá aldrei sézt áður. Á árunum 1930-1932 kom hann árlega, sáust þá oft tveir saman, og stundum smátorfur, 10-20 í senn. Sumarið 1944 var mikið um hann, einkum í Ísafjarðardjúpi, þar sem fimm veiddust á færi.


mbl.is Met sett á túnfiskuppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launhelgi lyganna

langvía

Loðnan er undirstaða alls lífríki sjávar við ísland. Ef loðnan er drepin hrynja margir fiskistofnar eins og við höfum illilega orðið vitni af.

Baráttan um ætið bitnar síðan með ógnarþunga á öllum sjófugl við Ísland sem að endingu rústar tegundunum.

Baráttan um ætið á ekki að standa á milli gráðugra grútapramma-útgerða og alls lífríki sjávar við Ísland heldur á milli tegundana.

Loðnuveiðar ætti einungis að leyfa á vetravertíð til manneldis og hroggnatöku.

lundi

Ekki ætti að vera heimilt að veiða loðnu austan línu sem dregin verði réttvísandi í suður frá Dyrhóley og norðan línu sem dregin verði réttvísandi í vestur frá Garðskaga.

Upphafskvóti ætti ekki að koma til greina fyrr en loðnan gengur vestur fyrir Dyrhóley að undangengnum mælingum.

LÍÚ væddar loðnuveiðar eru glæpur gagnvart öllu lífríki hafsins og fólkinu í sjávarbyggðunum.

Lífríki hafsins þarf nauðsynlega á loðnunni að halda en hún er ekki til handa gráðugum ofstækismönnum.

teista

Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni og þá einkum í flottroll hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hryggningar. Hún hefur einfaldlega verið drepin og torfunum splundrað.

Grænþörungur sem er aðalfæða hörpudisksins nærist aðalega á næringarsúpu úr rotnandi loðnu sem verður til við það er loðna hryggnir og deyr.

Beint samhengi er á milli loðnuveiða og hruns hörpuskeljarstofnsins á Breiðafirði. Hörpudiskurinn hafði ekki rétta næringu og sýktist af þeim sökum og stofninn hrundi.

Hörpudiskurinn lifir á svifþörungum og smáum lífrænum ögnum sem berast með straumum nálægt sjávarbotninum. Hann heldur sig mest á hörðum botni á 15-80 m dýpi, einkum þar sem straumar bera að gnótt næringarefna.

Grænþörungar og plöntur geyma forðanæringu á formi sterkju í frumu-líffærum sem nefnast plastíð. Þetta eru einu hópar lífvera sem gera það.


mbl.is Bændur vildu semja um friðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband