Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012
28.7.2012 | 18:12
1500 grindhvalir óðu á land 1813
Árið 1813 óðu á land í Hraunsfirði, eða hlupu á land, nálægt 1500 marsvín (grindhvalir) og sóttu menn þangað úr Mýra-, Snæfellsness-, Dala-, Barðastrandar-, Stranda og Húnavatnssýslum. Mælt var sá hvalur væri meira seldur en gefinn af umboðsmanni konungs, Stefáni Scheving á Ingjaldshóli.
Þar um var þetta kveðið.
Má ei tala margt um þar,
mig því bernskan heftir,
hvort að sala og vigtin var
vilja drottins eftir.
Grindhvalavaða síðast hér árið 1986 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2012 | 14:08
Njóli - fardagakál
"Barasta illgresi ? Fjarri fer því,
fardagakálsins heilsugæði,
og heimula litun á liðinni tíð,
löngu viðurkend fræði.
Vanti þig spólu í vefinn þinn,
vel ég þér njólastrokkinn minn
og lauf í lit á klæði."
Fyrrum var njólinn hagnýttur til matar, litunar lyfja og njólastokkarnir sem spólur í vef. Var njólinn stundum fluttur á milli bæja og héraða og gróðursettur sem nytjajurt.
Njólablöð hafa verið etin frá fornu fari hér á landi og víðar, einkum á vorin, eins og nafnið fardagakál bendir til. Má matreiða þau sem salat eða spínat.
Sumir notuðu blaðleggina í graut ásamt rabarbara. Þegar líður á sumarið skemmast blöðin oft af sveppum. Flugur heimsækja ekki njólann og berast frjókorn hans með vindi.
Skyldar njóla eru túnsúra og hundasúra. Best er að matreiða njólablöðin á sama hátt og spínat. - Njóli var mikið notaður til lækninga, litunar og börkunar skinna.
Til hollustu var gert seyði af nýjum blöðunum og drukkið, og einnig var húðin þvegin úr því gegn útbrotum. Seyði var einnig gert af rótinni.
Í blöðum njóla er allmikið C fjörefni og hefur það stuðlað að hollustu hans öðru fremur.
Kemur njólanum til varnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 764330
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar