22.7.2019 | 09:54
Saga Maríu Júlíu.
Það hafði lengi verið baráttumál sjómanna, slysavarnafólks og fleiri á Vestfjörðum að fá björgunarskip fyrir þennan landshluta. Má segja að fyrstu krónurnar sem söfnuðust til smíða á skipi því sem í fyllingu tímans hlaut nafnið María Júlía, hafi verið á Patreksfirði.
Það var þegar sr. Einar Sturlaugsson hvatti til söfnunar á björgunarskútu fyrir Vestfirði í guðþjónustu í Patrekskirkju árið 1933. Þetta var upphafið en það var ekki fyrr en 17 árum síðar að draumur sr. Einars varð að veruleika.
Í Árbók Slysavarnarfélags Íslands 1950 segir svo um jómfrúarsiglingu Maríu Júlíu til Vestfjarða: Á Vestfjörðum var skipinu fagnað á hverri höfn og því búin hin prýðilegasta móttaka.
Með í för vestur var forseti Slysavarnarfélagsins og fulltrúar slysavarnardeildanna á Vestfjörðum. Er skipið fór fram hjá Bjargtöngum afhenti Þórður Jónsson frá Hvallátrum forseta Slysavarnarfélagsins kr. 1000,00 gjöf í minningarsjóð um Gest Jónsson bróður hans frá foreldrum Gests, systkinum og öðrum vandamönnum, en tilgangur sjóðsins skyldi vera að verðlauna skipverja á Maríu Júlíu fyrir björgunarafrek.
Fleiri Vestfirðingar lögðu fram mikið fé til skipsins, en stærst var þó gjöf hjónanna Maríu Júlíu Gísladóttur og Guðmundar Br. Guðmundssonar kaupmanns á Ísafirði, sem árið 1937 gáfu mestallar eigur sínar í björgunarskútusjóð.
Það þótti því vel við hæfi, þegar skipið var loks komið til landsins, að nefna það eftir Maríu Júlíu.
Björgunarskútan María Júlía þjónaði hlutverki sínu vel og er talið að áhafnir hennar hafi bjargað um tvö þúsund mannslífum á þeim árum sem hún var við þess háttar störf.
Hún var að auki nýtt til hafrannsókna og landhelgisgæslu líkt og að hafði verið stefnt. Árið 1968 var María Júlía seld einkaaðilum og var eftir það gerð út til fiskveiða, ýmist frá Patreksfirði eða Tálknafirði, allt til ársins 2003 þegar henni var lagt.
Eldur kom upp í skipinu í Patreksfjarðarhöfn 16. mars 1975 og sökk það í höfninni. Því var náð upp fljótlega og síðan endurbyggt hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf.
Þegar hætt var að gera Maríu Júlíu út til fiskjar var hún enn vel haffær og í góðu ástandi. Kviknaði þá sú hugmynd hjá safnvörðunum á Hnjóti og á Ísafirði að kanna hvort söfnin gætu sameinast um rekstur skipsins, gert það upp í upprunalegri mynd og rekið það sem fljótandi siglingasafn enda má segja að minjasvæði Vestfjarða sé ekki síður hafið, eyjarnar og landmið af sjó, en fastalandið sjálft.
Snemma sumars 2003 barst eigendum skipsins kauptilboð frá Suður Afríku. Var þá ákveðið að söfnin skyldu freista þess að ganga inn í kauptilboðið með einhverjum ráðum og tryggja að skipið færi ekki úr landi, enda um að ræða skip með mikið sögulegt gildi fyrir Íslendinga auk þess sem skipfræðilegt gildi þess er mikið.
Með hjálp þingmanna úr kjördæminu var gert heiðursmannasamkomulag við eigendur skipsins um að söfnin fengju aðstoð þess opinbera við að ganga inn í kauptilboðið. Þannig var komið í veg fyrir sölu skipsins úr landi og svigrúm skapað til að kanna rekstrargrundvöll þess sem fljótandi safns.
Ekki hefur gengið jafnvel og vonast var til að koma skipinu í fyrra horf, og ekki bætti úr skák þegar hrunið varð 2008, eftir það varð allt miklu erfiðara við útvegun á fé til viðgerða. Nú liggur María Júlía í höfn á Ísafirði. Þar vinna eyðingaröflin hratt á skipinu og ástand þess er mjög slæmt.
Skipunum verði sökkt til varðveislu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2019 | 22:19
Stórlúða grandar fiskibát
Sá furðulegi atburður átti sér stað undan Snæfellsjökli árið 1838 að stórlúða grandaði fiskibáti.
Sex manna áhöfn var um borð í bátnum sem réri til fiskjar frá Hellnum undir Jökli. Lágu þeir fyrir stjóra er einn hásetinn setti í drátt svo stóran, að hann gat ekki með nokkru móti hreyft hann úr stað. Skyndilega létti svo á færinu að naumast hafðist undan að draga slakann.
Áður en varði kastaðist upp úr sjónum feikna stór lúða og inn í bátinn stjórborðsmegin, yfir hann og út úr honum bakborðsmegin. Við þessi ósköp hvoldi bátnum og drukknuðu við það fjórir menn, en tveir komust á kjöl.
Var mönnunum tveimur bjargað um borð í annan bát sem þar var nærri. Daginn eftir var bátsins vitjað og var hann þá enn fastur við stjórann og lúðan dauð á önglinum. Elstu menn höfðu aldrei séð aðra eins lúðu og var henni skipt upp á milli fátæklinga undir Jökli.
Allt í einu er rifið í stöngina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2019 | 17:46
Langlífustu hryggdýr jarðarinnar
Hákarlinn sem veiðist við Ísland svo kallaður Grænlandshákarl getur lifað í 400 ár og jafnvel lengur, og eru því að öllum líkindum langlífustu hryggdýr jarðarinnar.
Sjávarlíffræðingar við Kaupmannahafnarháskóla, sem fóru fyrir rannsókn á 28 hákörlum, sem allir voru veiddir úti fyrir ströndum Grænlands komust að þeirri niðurstöðu að meðallíftími hákarlanna væri að minnsta kosti 272 ár.Sá elsti í hópnum, kvendýr, var á bilinu 272 til 512 ára, en líklegast um 392 ára.
Það þýðir að hún hafi þá líklega fæðst um 1627, og hafi því verið að taka sín fyrstu sundtök einhverstaðar í Norður-Atlantshafi um svipað leyti og sjóræningjar frá Algeirsborg héldu til Vestmannaeyja í leit að fólki til að hneppa í þrældóm.
Þetta kvendýr hefur þó þurft að bíða lengi með það að eignast eigin afkvæmi meira en heila öld. Vísindamennirnir komust einnig að því að hákarlar verði líklega ekki kynþroska fyrr en þeir eru orðnir um 156 ára gamlir.
Hákarlakerlingin gamla gæti því hafa loks orðið kynþroska um það leyti sem Skaftáreldar hófust og móðuharðindin skullu á landkröbbum á Íslandi.
Skipverjarnir reknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2019 | 13:45
Áhættu- og umhverfismat fyrir sjávarþorpin
Það er komin tími til að stjórnvöld láti fara fram áhættumat / umhverfismat - á því, - hvaða ógnun, fiskistofnum þjóðarinnar standi af frjálsum krókaveiðum báta undir t.d. 12 metrum.
Það er tæplega hægt að ímynda sér að slíkt "fræðilegt hugarflug" sé til, að fiskistofnum þjóðarinnar stafi einhver ógn af frjálsum krókaveiðum báta undir 12 metrum.
Stjórnarskrá lýðveldisins er ætlað að VERNDA borgara sjávarbyggða gegn því ofríki sem ríkt hefur í smærri sjávarbyggðum undanfarna áratugi.
Íbúar sjávarbyggða eiga kröfu á að mannréttindi þeirra séu virt, - og að nú fari loksins fram faglegt áhættumat af því hvaða ógnun fiskistofnum stafi af frjálsum krókaveiðum smábáta undir 12 metrum.
Ef engin fagleg ógnun finnst - við slíkt faglegt áhættu/umhverfismat - þá heimilar stjórnarskrá lýðveldisins ekki að stjórnvöld hérlendis haldi áfram eyðileggingarstefnu þeirri sem ríkt hefur í smærri sjávarbyggðum á Íslandi síðustu áratugi.
20.2.2019 | 16:31
Þorskurinn sveltur
Óþarfa stækkun þorskstofnins um t.d. 300 þúsund tonn skapar extra fæðuþörf sem nemur 2,1 milljón tonna á ári.
Ef 30% af þeirri extra fæðuþörf er loðna - minnkar það eitt loðnuveiðar um rúm 600 þúsund tonn á ári - og rækjuveiði um 200 þúsund tonn ef 10% af þessari fæðu er rækja.
Samanlagt aflatap er þá 100 þúsund tonn þorskur á ári ( sem ætti að auka þorskveiðar um) 600 þúsund tonn loðna og 200 þúsund tonn rækja - samanlagt um 900 þúsund tonn á ári.
Árlegt gjaldeyristap af þessari röngu stefnu er meira en 100 milljarðar árlega.(fæðuþörf fiska er um 7 x eigin þyngd árlega (2% á dag).
35% af fæðu stórþorsks er svo smáþorskur og 100 þúsund tonn af óþarfa stórþorski étur þá 245 þúsund tonn af smáþorski (árlega) - sem hægt væri að veiða að hluta til... frekar en ríghalda í þessa heimskulegu / úreltu stefnu Hafró / ICES.
Það ríkir bölvuð vetrartíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2019 | 23:15
Strandgæsla Íslands
Starfsemi Landhelgisgæslu og Fiskistofu falla einstaklega vel saman. Sameina ætti þessar tvær stofnanir enda fengist með því mjög mikill sparnaður á fjármunum og langtum betri nýting á mannskap og tækjakosti Landhelgisgæslunnar.
Einnig mætti fella starfsemi Slysavarnarskóla sjómanna inn í hina nýju strandgæslu og næðist þar líka mikil hagræðing og sparnaður.
Þarf ekki að ræða þetta í fullri alvöru ?
Veikburða og óskilvirkt eftirlit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2018 | 13:56
Sjómannadagurinn stökkbreyttist í Hátíð hafsins
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2018 | 20:20
Álaveiðikóngur Íslands 1962
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2017 | 10:16
Til varnar sjávarþorpunum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar