Leita í fréttum mbl.is

Trójuhestur frá SA í sjávarútvegsmálum

sæfari og tálknfirðingur
Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram „sáttatillögu“ í sjávarútvegi. Eins og allt annað sem kemur frá SA/LÍÚ er um Trójuhest að ræða. Þessi svokallaða „sáttatillaga“ þeirra gengur í rauninni út á það að breyta kerfinu þannig að auðveldara verði fyrir útgerðarmenn að hrifsa til sín enn stærri hluta af auðlindaarðinum.
Það er með ólíkindum hvað SA/LÍÚ eru óforskammaðir að setja fram svona tillögu og kalla hana „sáttatillögu“. 

Lykilatriðið í tillögu SA/LÍÚ er að veiðigjald miðist í framtíðinni við hagnað útgerðarinnar í stað þess að miðast við reiknaða framleigð hennar. Hugsunin á bak við þetta hjá SA/LÍÚ er að þá geta útgerðarmenn komist hjá því að greiða veiðigjaldið með því að skuldsetja fyrirtæki sín upp í topp.

Það er kannski best að útskýra þetta með dæmi. Segjum að útgerð ráði fyrir kvóta sem gefur af sér 1.000 m.kr í tekjur og kostnaður við rekstur útgerðarinnar (laun, aðföng, o.s.fr.) séu 500 m.kr.
Þá eru 500 m.kr eftir sem „verg hlutdeild fjármagns“ (aðallega arður af yfirráðum yfir kvótanum). Ef fyrirtækið er óskuldsett er hagnaður þess fyrir skatta 500 m.kr. En útgerðin gæti hagrætt málum með því að taka út svo sem 6.000 m.kr lán sem ber 450 m.kr vexti árlega.
um borð í sæfara
Þá væri hagnaðurinn einungis 50 m.kr og veiðigjaldið því miklu lægra. Útgerðin gæti síðan einfaldlega greitt þessar 6.000 m.kr út sem arð. Með þessu móti gæti útgerðin komið því í kring að nánast allur auðlindaarðurinn rinni áfram til útgerðarmannanna.

Einhver kann að segja: En bankarnir myndu aldrei veita slíkt lán. Það hafa þeir hins vegar gert fram að þessu. Útgerðarmenn hafa leikið þennan leik í mörg ár. Nú á bara að tryggja að unnt verði að gera það áfram. 

Framganga bankanna er reyndar með ólíkindum. Þeir tala um hættuna á því að þeir tapi ef kerfinu verður breytt. En samt leyfa þeir útgerðarfyrirtækjum að greiða milljarða í arð.
Væri ekki nær að skikka fyrirtækin til þess að lækka skuldir sínar og búa þannig til borð fyrir báru? Eðlilegir viðskiptalegir hagsmunir myndu kalla á slíkt.

Það eru einungis tvær leiðir til þess að þjóðin geti njótið sanngjarns hluta af auðlindaarðinum (svo sem 50% á móti útgerðarmönnunum): 

bátur
1) Fyrning aflaheimilda um 8% á ári og uppboð til langs tíma. 

2) Veiðigjald sem miðast við 50% af vergri hlutdeild fjármagns að frádreginni árgreiðslu vegna þeirrar fjárfestingar sem útgerðarfyrirtækin ráðast í. 

Á árinu 2009 var verg hlutdeild fjármagns að frádreginni árgreiðslu 45.000 m.kr. Útgerðin greiddi hins vegar einungis um 1.000 m.kr í veiðigjald. Þjóðin fékk því ekki nema um 2% af auðlindaarðinum í sinn skerf. 

Svona tillaga frá SA/LÍÚ segir mér aðeins eitt. Það þýðir ekkert að tala við þessa menn. Þeir svífast einskis til að halda forréttingum sínum. Allt sem þeir segja er einhvers konar gildra.
Stjórnvöld mega ekki láta glepjast af þessum gildrum og þjóðin má ekki láta hræðsluáróðurinn buga sig. Þeir tala út í eitt um að ná þurfi sátt.
En sú sátt á augljóslega að vera: LÍÚ fær allt.
Grein eftir Jón Steinsson hagfræðing.

Milljarða skattsvik norskra útvegsmanna - íslenzka aðferðin komin til Noregs

Norsk sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið staðin að stórfelldum efnahagsbrotum sem nema um þremur milljörðum norskra króna á síðasta ári. Sú upphæð jafngildir rúmum sextíu milljörðum íslenskra króna.

Norska blaðið Dagens Næringsliv greindi frá þessu fyrir nokkru, en brotin, sem voru framin á síðasta ári, komu í ljós við yfirgripsmikla rannsókn skattayfirvalda, lögreglu og tollgæslunnar.

Brotin felast meðal annars í löndun framhjá vigt, tryggingasvindli og undanskotum frá skatti við kvótaviðskipti. Brotum hefur fjölgað verulega milli ára, þar sem upphæð undanskota árið 2009 nam um 1,5 milljörðum norskra króna.

Sølvi Åmo Albrigtsen, sem stjórnaði rannsókninni fyrir hönd skattayfirvalda, sagði í samtali við Dagens Næringsliv að sala fisks á svörtum markaði væri löngu kunn staðreynd.

Frétt af visir.is


Könnun MMR: 70 prósent vilja bylta kvótakerfinu

norskir fiskibátar

Ný könnun MMR á afstöðu almennings til ráðstöfunar fiskveiðiheimilda bendir til þess að nokkur stuðningur sé við hugmyndir sem halla í þá átt að ríkið afturkalli fiskveiðiheimildir, fari sjálft með eignarhald eða innheimti leigu fyrir afnotarétt sem endurspegli markaðsverðmæti kvótans.

„Þannig voru 69,7% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðu að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að greiða leigu til ríkisins sem endurspeglar markaðsverðmæti kvótans, 66,6% sögðust því hlynnt að kvótinn ætti að vera í eigu ríkisins og 64,9% sögðu að stjórnvöld ættu að afturkalla gildandi kvóta og úthluta að nýju með breyttum reglum," segir í tilkynningu frá MMR.

könnun

„Þá kváðust 17,4% þeirra sem tóku afstöðu vera hlynnt því að handhafar kvóta greiddu eingöngu leigu fyrir afnotin sem næmi rekstrarkostnaði þeirra ríkisstofnana sem þjónusta sjávarútgerðina, 15,1% töldu að núverandi handhafar kvótans ættu að fá að halda honum áfram óskertum og 7,4% sögðust hlynnt því að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að fá að ráðstafa honum að vild, þar með talið selja, leigja og veðsetja," segir ennfremur auk þess sem 31,4% þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera sammála því að hagsmunir núverandi handhafa kvótans og þjóðarinnar í heild væru sameiginlegir.

könnun 1-2

Afstaðan ólík á milli flokka

„Nokkur munur reyndist á afstöðu svarenda til ráðstöfunar fiskveiðiheimilda eftir stuðningi þeirra við stjórnmálaflokka," segir einnig í tilkynningunni. „Til að mynda voru 89% Samfylkingarfólks og 93% Vinstri grænna hlynnt því að stjórnvöld afturkölluðu gildandi fiskveiðiheimildir og úthlutuðu þeim að nýju með breyttum reglum, samanborið við 36% Sjálfstæðismanna."

Stuðningur við að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að fá að ráðstafa honum að vild reyndist aftur á móti lítill meðal stuðningsmanna allra flokka. „En 16% Sjálfstæðismanna, 10% Framsóknarmanna, 4% Samfylkingarfólks og enginn Vinstri grænna sögðust hlynntir því að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að fá að ráðstafa honum að vild, þar með talið selja, leigja og veðsetja."

Vinstri smellið á myndirnar af súluritunum þar til letrið er orðið nógu stórt.

Af visir.is


Launhelgi lyganna - mjög alvarlegt mál fyrir framtíð Íslands

Hætta ætti loðnuveiðum við landiðí eitt skipti fyrir öll og banna allar veiðar með flottrolli. Flottrollið veldur gríðarlegum skaða á öllum fiskistofnum beint og óbeint. Smug fiska í gegnum flottroll skilur eftir sig 10-15 fallt af dauðum fiski í sjónum...

Rommkópar - tálbeita hákarlamanna

Á seinni hluta nítjándu aldar kom til sögunnar ný beita sem íslenzkir hákarlamenn sögðu algjöra byltingu við veiðar á hákarli; voru það litlir selkópar vestan frá Breiðafirði, og voru þeir látnir liggja í pækli í heilu lagi í sterku íláti. En það...

Sautján bæjarstjórar Sjálfstæðisflokksins

En í umboði hvers senda þeir frá sér slíka yfirlýsingu ? Ekki í umboði íbúa sveitarfélaganna svo mikið er víst. Yfirlýsing þessi hefur þá væntanlega verið samin á skrifstofu Valhallar í umboði LÍÚ.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband