27.4.2012 | 08:25
Vilja taka upp sóknarmark og nýta allt sem hafið gefur
Valbundnar fiskveiðar, þar sem mikið er sótt í fáar tegundir og fiska af tiltekinni stærð, auka hvorki framleiðni né draga úr áhrifum af fiskveiðum á vistkerfi hafsins, að mati vísindamanna sem nýlega birtu grein í vísindatímaritinu Science.
Alþjóðlegur hópur 18 vísindamanna varpar þar fram hugmynd um grundvallarendurskoðun viðhorfa til fiskveiðistjórnunar. Sérfræðingahópurinn, Fisheries Expert Group, heyrir undir alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin IUCN.
Greinin (Reconsidering the Consequences of Selective Fisheries) birtist í Science2. mars síðastliðinn. Talsverð umræða spannst um greinina í norskum blöðum, enda Jeppe Kolding, aðstoðarprófessor við Háskólann í Bergen, á meðal höfunda.
Höfundarnir segja að áhyggjur vegna áhrifa fiskveiða á vistkerfi hafsins og fiskimiðin fari vaxandi. Menn hafi leitað ýmissa leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum fiskveiða um leið og reynt sé að koma til móts við aukna þörf fyrir fæðuöryggi.
Þeir nefna aðferðir á borð við aukna sókn í einstakar tegundir, veiðar á tegundum, kynjum og stærðum fiska í öðrum hlutföllum en ríkja í vistkerfinu.
Höfundarnir segja vaxandi vísbendingar um að valbundnar veiðar eins og fyrr er lýst stuðli hvorki að hámarksframleiðslu né dragi mest úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.
Höfundarnir telja að nýting sem einkennist af meira jafnvægi og breidd muni draga úr neikvæðum áhrifum fiskveiða á vistkerfið og stuðla að sjálfbærum fiskveiðum.
Þessi kenning gengur á skjön við viðtekin viðhorf um fiskveiðistjórnun víða um heim. Höfundar greinarinnar telja hins vegar að sú nálgun sem þeir kynna muni leiða til hóflegrar dánartölu yfir allt svið fiskistofna, það er með tilliti til aldursdreifingar, stærðar og tegunda fiska í hverju vistkerfi í réttu hlutfalli við náttúrulega framleiðni.
Þannig muni náttúruleg dreifing með tilliti til tegunda og stærðar einstakra fiska í hverjum stofni haldast óbreytt.
Daninn Jeppe Kolding, aðstoðarprófessor við Háskólann í Bergen, er eini Norðurlandabúinn í hópi höfunda greinarinnar í Science.
Hann sagði í samtali við norska fiskveiðiblaðið Fiskaren5. mars sl. að góð teikn væru um sjálfbærni norsks sjávarútvegs.
Vandinn sé hins vegar sá að nýting þeirra á fiskistofnunum samræmist ekki þeirri skyldu okkar að breyta ekki vistkerfinu um of.
Hann bendir á að í stað þess að vera með kvóta í einstökum tegundum ætti frekar að vera með tímabundna eða svæðisbundna kvóta eins konar sóknarstýringu.
Hann telur það mun betra fyrir vistkerfið og að það eigi að fiska meira af smáfiski og nýta betur fleiri tegundir en gert er í dag.
Kolding segir m.a. að Norðmenn eigi að nýta betur ýmsar fisktegundir á borð við síld, loðnu, kolmunna, marsíli (sandsíli) og makríl.
Við eigum að dreifa álaginu af fiskveiðum jafnt á allar tegundir og stærðir fiska í sjónum í réttu hlutfalli við náttúrulega vaxtarmöguleika þeirra þá verða áhrifin af veiðunum minnst, segir Kolding.
Hann segir í samtali við Dagens Næringsliv2. mars sl. að slík jafnvægisnýting myndi m.a. taka fyrir brottkast á fiski.
Kolding telur að í dag sé 20-30% af veiddum fiski kastað ólöglega aftur í hafið. Þegar sótt sé í tilteknar tegundir og stærðir fiska sé freistandi að kasta meðaflanum og því sem ekki stenst mál fyrir borð.
Fréttaskýring af mbl.is
25.4.2012 | 09:41
Fiskeldisstöðin á Sveinseyri í Tálknafirði
Á Sveinseyri í Tálknafirði er fiskeldisstöð sem ekki hefur verið starfrækt í nokkur ár. Hluti af fasteignum stöðvarinnar er þinglýst eign Bæjarvíkur ehf, en það félag á og rekur litla bleikjueldisstöð á Gileyri í Tálknafirði.
Sá böggull fylgir þó skammrifi á eignarhaldi fasteigna fiskeldisstöðvarinnar á Sveinseyri að eigendurnir hafa engann lóðaleigusamning undir stöðina og ekki heldur neinn vatnsnýtingarsamning fyrir rekstur fiskeldis.
Forsaga málsins er sú að Byggðastofnun eignaðist fasteignir fiskeldisins á Sveinseyri fyrir 8 árum er rekstur stöðvarinnar fór í þrot. Ekki náðust samningar á milli landeiganda og Byggðastofnunar um notkun á landi og nýtingu vatns og að endingu seldi Byggðastofnun fasteigninar til fyrirtækisins Icelandic Qualty Water ehf, fyrir fimm hundruð þúsund krónur.
Eigendur Icelandic Qualty Water ehf, reyndu að ná samningum á sínum forsendum við landeigendur á Sveinseyri um notkun á landi og vatni en samningar tókust ekki.
Eigendur Icelandic Qualty Water ehf, gáfust upp á áformum sínum sem voru þau að breyta fiskeldisstöðinni á Sveinseyri í vatnsverksmiðju og seldu því fasteignirnar til Bæjarvíkur ehf, fyrir tvær milljónir króna.
Bæjarvík ehf, er að mestum hluta í eigu Ármans Kr. Ólafssonar bæjarstjóra í Kópavogi og bróður hans Árna Ólafssonar framkvæmdastjóra Menju ehf, sem er fiskútflutningsfyrirtæki í Reykjavík.
Engar aðrar eignir fylgja eignarhaldi fiskeldisstöðvarinnar á Sveinseyri nema þær sem kveðið er á um í afsali frá Byggðastofnun til Icelandic Qualty Water ehf, en þær eru tvær fasteignir (brunnhús og seiðahús) auk fiskeldiskerja. Ekkert lausafé fylgdi með í kaupunum og er skýrt kveðið á um það í afsali Byggðastofnunar og að fiskeldisstöðinni fylgi ekki neinn lóðaleigusamningur né samningur um nýtingu vatns.
Um miðjan dag á sunnudag 22. apríl sl, gerðist sá fáheyrði atburður hér í Tálknafirði að menn á vegum Fjarðalax ehf, ruddust inn á afgirt land Sveinseyrar með skotbómulyftara og vörubíl og tóku ófrjálsri hendi fiskidælu sem metin er á margar milljónir króna en dælan er í persónulegri eigu landeiganda.
Landeigendur urðu mannanna varir og létu lögregluna á Patreksfirði vita sem mætti á staðinn og stöðvaði hún þá er þeir voru á leið í burtu með búnaðinn á palli vörubílsins.
Aðspurðir af lögreglu og landeigendum sögðust mennirnir hafa verið sendir af lögmanni Bæjarvíkur ehf, til að sækja búnaðinn sem hafi verið seldur til Fjarðarlax ehf, en það fyrirtæki rekur kvíaeldi á laxi í Tálknafirði.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði úrskurðaði í morgun að forráðamenn Fjarðalax ehf, skyldu færa hinn stolna búnað aftur á sinn stað enda hefðu þeir tekið hann með ófrjálsri hendi og í algjöru heimildarleysi.
Forráðamenn Fjarðalax ehf, hafa verið kærðir til lögreglu fyrir innbrot, þjófnað og eignarspjöll.
Framhald síðar.
23.4.2012 | 12:08
Barlómur LÍÚ
Formaður samtaka afskriftaframleiðenda segir að verði kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar að veruleika í núverandi mynd muni rigna blóði af himnum og engisprettufaraldur eyða landinu. Framkvæmdastjóri Aflandseyjavinnslunnar segir dökkar horfur framundan ef kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður samþykkt óbreytt; hann segist sjá dýr stíga upp af hafinu, það hafi tíu horn og sjö höfuð
Fréttatímarnir hjá RÚV og Stöð 2 eru að verða eins og Opinberunarbók Jóhannesar. Þar birtist á hverjum degi í viðtali nýr spámaður með æði í augum og opnar nýtt innsigli með nýjum plágum, sem hann segist sjá.
Birtingarmynd frekjunnar
Orðbragðið er ofboðslegt. Breytingum á kvótakerfinu er líkt við versta hrylling 20. aldarinnar: Helförina, Gúlagið
Þegar Friðrik J. Arngrímsson fær ekki sitt fram undanbragðalaust er honum svo brugðið að hann líkir því við ofsóknir nasista á hendur gyðingum. Svona fer fyrir þeim sem alltaf fá allt. Svona leikur frekjan mennina.
Þetta er nýjasta útgerðin og sú umsvifamesta til þessa:
Barlómur RE mannskapurinn um borð eru kunnar aflaklær við mótun almenningsálits, almannatenglar, bankamenn, endurskoðendur, stjórnmálamenn, hagfræðingar, lögmenn og allir ráðnir upp á hlut gerður út til að hindra með öllum ráðum að gerðar verði nokkrar breytingar á því fyrirkomulagi sem reynst hefur svo afdrifaríkt fyrir íslenskt samfélag og mótað það meira en annað. Með kvótakerfinu fylltist allt af peningum sem voru ekki til, frá mönnum sem höfðu aflað þeirra með því að selja það sem þeir áttu ekki: óveiddan fisk.
Undirstaða efnahagsundursins
Og þeir sem fjárfest höfðu í áformum um að veiða fisk kvóta flýttu sér að breyta þeim áformum í verðmæti, með því að veðsetja kvótann, fá peninga í hendur og kaupa sér hús í vesturbænum í Reykjavík, brjóta niður hús í vesturbænum í Reykjavík, kaupa bílaumboð, enskt fótboltalið, þyrlu, bara eitthvað nógu fáránlegt til að tjá rótgróna fyrirlitningu á þessum auði
Menn sem við höfum horft upp á spreðandi í kringum sig stórkostlegum fjárhæðum koma nú hver af öðrum fram blásvartir í framan af heift og segjast ekki vera aflögu færir með að greiða gjald til samfélagsins af auðlind sem á þó að heita í eigu þjóðarinnar.
Þetta var mjög þróað. Höfundar þessa kerfis fóru um heiminn og hældust um af því að kvótakerfið væri undirstaða hins íslenska efnahagsundurs sem reyndist svo efnahagsviðundur. Þessi velmegun var öll óveidd, byggð á væntingum og áformum blásin út, rétt eins og verðið fyrir aðganginn að hinum óveidda fiski.
Með öðrum orðum: ekki til. Glópagull. Hins vegar urðu til menn sem héldu að helsta hlutverk athafnamanna í samfélaginu væri að græða peninga til að græða peninga og þeir allra gáfuðustu fundu upp þá aðferð að tapa peningum til að græða peninga. En sá sem græðir endalaust peninga græðir ekkert á því nema peninga.
Þeir klikkuðu
Samtök atvinnulífsins héldu vakningarsamkomu um daginn þar sem einhver hafði fundið upp á því að bera núverandi gjaldeyrishöft saman við bjórbannið um árið. Það vitnar um athyglisverð hugrenningartengsl. Við afnám ýmissa hafta og óheft flæði fjármagns milli landa má nefnilega segja að íslenskir fjármálaspekúlantar hafi einmitt dottið í það; vandi þjóðarinnar er ekki síst til kominn af ofneyslu" þessara aðila á erlendum gjaldeyri. Erlendar skuldir þjóðarinnar urðu glórulausar og vitnuðu um einhvers konar æði ekki ölæði og úr urðu ekki auðævi heldur var þetta allt einhvers konar auðæði. Og nú eru þeir hjá SA sýnilega orðnir þurrbrjósta.
En þeir klikkuðu. Íslenskir kapítalistar réðu ekki við kapítalismann. Þeir stóðu ekki undir því að búa við viðskiptafrelsi. Þeir fyrirgerðu rétti sínum til þess að ná eyrum okkar með sín úrræði. Því miður. Við höfum fengið nóg af auðæðistilburðum þeirra. Og því höfum við nú ríkisstjórn sem leitast við að reisa íslenskt samfélag úr þeim rústum sem þeir skildu eftir sig. Eflaust gerir sú ríkisstjórn eitt og annað af veikum mætti enda nýtur hún ekki einu sinni trausts innan eigin raða. En þetta er ríkisstjórn sem við getum gagnrýnt án þess að eiga á hættu atvinnumissi. Það er nokkurs vert.
Sjálfstæðismenn tala eins og það jafngildi vist í Gúlaginu að fá ekki lengur að græða peninga á hvaða hátt sem er. Allt í einu getur maður ekki rekið skóla og greitt sjálfum sér milljóna-arð þegar ríkið stendur undir kennaralaunum og skólagjöld eru himinhá. Allt í einu getur maður ekki fegrað afkomu fyrirtækja í ársreikningum með fulltingi endurskoðunarfyrirtækja með virðuleg útlensk nöfn. Allt í einu getur maður ekki stungið arði undan í eignarhaldsfélögum í erlendum skattaskjólum. Það er ekki kommúnismi. Það er ekki alræði og ekki óþolandi skerðing á frelsi einstaklingsins. Það er einfaldega verið að reyna að koma á siðuðu samfélagi.
Kannski hætta einhverjir útgerðarmenn í fússi og fara með allt sitt heim til Tortóla. Jæja. En fiskurinn óveiddi í sjónum: hann fer ekki með þeim. Hann verður hér áfram og vonandi undirstaða fyrir gróandi þjóðlíf.
Birt með góðfúslegu leyfi höfundar Guðmundar Andra Thorssonar.
21.4.2012 | 16:44
Þjóðnýting Kersins
Þessi framkoma forráðamanna Kersins sýnir nauðsyn þess að náttúruperlur landsins séu í þjóðareign.
Nú ættu stjórnvöld að bregðast við og þjóðnýta Kerið.
Höfðu ekki áhuga á heimsókn Wen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2012 | 11:47
"Þar lágu Danir í því" - hvað gera Íslendingar nú ?
Danska stjórnin hefur ákveðið að herða reglur um framsal á fiskikvótum í landinu og jafnframt verður eignarhald einstakra útgerða á kvótum takmarkað.
Þessi ákvörðun kemur í kjölfar umfjöllunnar í Jyllands Posten síðasta sumar þar sem fram kom að fjórðungur af öllum kvótum Danmerkur er nú skráður á aðeins átta fiskveiðiskip og togara en verðmæti þess kvóta er um 4,8 milljarðar danskra króna eða vel yfir 100 milljarða króna. Þar af var kvóti fyrir um milljarð danskra króna skráður á einstakt skip, það er uppsjávarveiðiskipið Isafold í Hirsthals.
Sala á kvótum milli útgerða var heimiluð í Danmörku árið 2006 en síðan þá hefur kvótinn safnast saman á æ færri hendur. Þeirri þróun á nú að snúa við enda hafa margir fiskveiðibæir orðið hart úti þar sem kvótinn hefur verið seldur frá útgerðum þar.
Hinar nýju reglur munu m.a. fela í sér að engin einstök útgerð má ekki eiga meir en 5% af þorskkvóta Dana í Norðursjó.
18.4.2012 | 12:20
Sómi Íslands sverð og skjöldur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2012 | 17:45
Árangur friðunarstefnu Hafró
3.4.2012 | 15:17
Kemur ekki á óvart
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2012 | 12:46
Það fæst í Kaupfélaginu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2012 | 07:39
Þrælasala LÍÚ
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 764341
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Lagði á flótta eftir árekstur og grunaður um ölvun
- Tíu bækur tilnefndar til Hagþenkis
- Boðar ekki fund og verkföll fram undan að óbreyttu
- Gjöldum dembt á í blindni
- Þörf á fleiri læknum
- Skriður kominn á viðræðurnar
- Heimilisbrauð helmingi ódýrara í Prís en Bónus
- Mál skipverjanna fellt niður og rannsókn hætt
Erlent
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt