Leita í fréttum mbl.is

Kvótakerfið er meinið sem villti þjóðinni sýn

guðmundur kjærnested

Tímaritið Ægir | 14.10.02 | 11:22 / viðtal við Guðmund Kjærnested skipherra.

„Ég hélt satt að segja að með því að berjast fyrir því að fá yfirráð yfir okkar fiskveiðilögsögu væri vandinn leystur.

En það er nú eitthvað annað, mér sýnist vandinn hafa aukist“, segir Guðmundur Kjærnested, fyrrum skipherra hjá Landhelgisgæslunni, í samtali í nýútkomnum Ægi, tímariti um sjávarútvegsmál.

„Ég segi fyrir mig, að ég hefði ekki staðið í þessari baráttu öll þessi ár ef ég hefði getað ímyndað mér að staðan yrði svona nokkrum árum síðar“, segir Guðmundur og vísar til þess að hann sé síður en svo sáttur við núgildandi fiskveiðistjórnunarkerfi.

Hann telur að kerfið hafi orðið til þess að aflaheimildirnar hafi færst á hendur nokkurra útgerða og litlu sjávarplássin standi eftir meira og minna kvótalaus.

„Mér sýnist að það hljóti að vera eitthvað mikið að. Aflaheimildirnar hafa verið að minnka undanfarin ár, þótt nú berist fréttir af einhverjum bata.

Með fullri virðingu fyrir fiskifræðingunum okkar, sem ég átti ágætt samstarf við í mörg ár, þá eru þeir ennþá að notast við bók Bjarna Sæmundssonar, sem var eini fiskifræðingur landsins þegar hann skrifaði bókina, og hafa sáralitlu við hana bætt“, segir Guðmundur.

„Ein af meginástæðunum fyrir því að við Íslendingar færðum landhelgina út í 200 mílur var að menn vildu forðast svokallaða ryksugutogara á miðunum, sem fóru á milli hafsvæða og þurrkuðu upp heilu fiskigöngurnar“, segir Guðmundur einnig í viðtalinu. „Við vildum sem sagt losna við þessa togara, en ég spyr:

Hvað erum við að gera í dag?

Eru ekki allir að kaupa frystitogara eða verksmiðjutogara og hætta að koma með aflann til vinnslu í landi?

Á þessum skipum er umtalsverðu magni af afskurði og slógi hent fyrir borð.

Það ég best veit eru verksmiðjutogarar ekki leyfðir innan 200 mílna við Bandaríkin og það sama hygg ég að sé uppi á teningnum hjá Færeyingum.

Og Færeyingar banna líka stærri togara innan 50 mílnanna, þar er hins vegar smábátaflotinn.“


mbl.is Hefðu átt að halda sig við fiskinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Athyglisvert viðtal við kempuna sem er fallin fræa.

Hörður Halldórsson, 6.1.2010 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband