16.1.2010 | 21:32
Hafísfréttir frá 1881
Árið 1881 lagði ísa norðan að öllu landinu á svæinu frá Látrabjargi, norður, austur og suður að Eyrarbakka.
Hafísinn hafði komið upp undir Norðurland í lok nóvembermánaðar árinu áður, og varð um jólin landfstur við Vestfirði norðan til og við Strandir, rak þar inn á hvern fjörð og voru hafþök fyrir utan.
Í fyrstu viku í janúarmánuði lónaði hafísinn frá fyrir norðan og rak út hroðann af Eyjafirði og öðrum fjörðum.
Að kvöldi hins 9. janúar sneri við blaðinu og gerði ofsa-lega norðanhríð um allt Norðurland og Vestfjörðu, en minna varð af því syðra og eystra; illviðri með hörkufrostum hjeldust fram í miðjan febrúar.
Með hríðum þessum rak hafísinn að landi og fylti firði og víkur og fraus víða saman við lagnaðarísa í eina hellu, því þá voru hin grimmustu frost.
Í lok janúarmánaðar var Eyjafjörður allur lagður út undir Hrísey og mátti aka og ríða eftir honum endilöngum; ísinn var síðar mældur á Akureyrarhöfn og var nærri þriggja álna þykkur.
Hafís kominn að Hornbjargi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:34 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 6
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 764105
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.