Leita í fréttum mbl.is

Þorskstofninn og bullið í ICES:

vísindamaðurRússneskir vísindamenn segja þorskstofninn í Barentshafi stórlega vanmetinn.

  Vísindamenn við VNIRO rannsóknastofnunina í Rússlandi segja að þorskstofninn í Barentshafi sé helmingi stærri en mat Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) segi til um en það byggir á upplýsingum frá norsku hafrannsóknastofnuninni og rússneskum fiskifræðingum innan Pinro hafrannsóknastofnunarinnar í Murmansk. 

Samkvæmt tölum ICES er stærð veiðistofns þorsks í Barentshafi 1,53 milljónir tonna. Vísindamenn VNIRO halda því hins vegar fram að mælingar þeirra hafi leitt í ljós að stofnstærðin sé 2,56 milljónir tonna og í raun hljóti veiðistofninn að vera enn stærri því rannsóknir þeirra taki aðeins til hefðbundinna togslóða.

.-- Það er ekki ætlun okkar að varpa fram einhverri sprengju, heldur bendum við á að það er hægt að nálgast stofnstærðarmælingar á margvíslegan hátt, segir Dmitry Kljotsjkov, líffræðingur og forstjóri VNIRO, í samtali við Fiskeribladet.

Hann segir að stofnunin hafi verið að þróa sjálfstæðar rannsóknaaðgerðir og upplýsingarnar sem lagðar séu til grundvallar á stofnstærðarmatinu byggi á skráningum á afla úr hverju einasta holi rússneskra togara og séu þær upplýsingar bornar saman við upplýsingar um ferðir þeirra frá gervitunglum.

Þá sé notuð sérstök reiknisaðferð sem verið hafi í þróun hjá stofnuninni. Bent er á það í Fiskeribladet að hér kunni að vera komin skýring á því hvers vegna rússnesk hafrannsóknaskip tóku ekki þátt í rannsóknaleiðangri sem farinn var á norskum hafrannsóknaskipum fyrr í vetur. Asgeir Aglen, fiskifræðingur hjá norsku hafrannsóknastofnuninni, segir í samtali við Fiskeribladet að VNIRO hljóti að hafa notað einhverjar óhefðundnar aðferðir til að komast að þessari niðurstöðu en það breyti engu um að það athyglisverða í málinu sé að rannsóknir leiði í ljós að þorski, þriggja ára og eldri, fari fækkandi í öllum aldurshópum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband