18.1.2007 | 23:21
Þorskstofninn og bullið í ICES:
Rússneskir vísindamenn segja þorskstofninn í Barentshafi stórlega vanmetinn.
Vísindamenn við VNIRO rannsóknastofnunina í Rússlandi segja að þorskstofninn í Barentshafi sé helmingi stærri en mat Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) segi til um en það byggir á upplýsingum frá norsku hafrannsóknastofnuninni og rússneskum fiskifræðingum innan Pinro hafrannsóknastofnunarinnar í Murmansk. Samkvæmt tölum ICES er stærð veiðistofns þorsks í Barentshafi 1,53 milljónir tonna. Vísindamenn VNIRO halda því hins vegar fram að mælingar þeirra hafi leitt í ljós að stofnstærðin sé 2,56 milljónir tonna og í raun hljóti veiðistofninn að vera enn stærri því rannsóknir þeirra taki aðeins til hefðbundinna togslóða.
.-- Það er ekki ætlun okkar að varpa fram einhverri sprengju, heldur bendum við á að það er hægt að nálgast stofnstærðarmælingar á margvíslegan hátt, segir Dmitry Kljotsjkov, líffræðingur og forstjóri VNIRO, í samtali við Fiskeribladet.Hann segir að stofnunin hafi verið að þróa sjálfstæðar rannsóknaaðgerðir og upplýsingarnar sem lagðar séu til grundvallar á stofnstærðarmatinu byggi á skráningum á afla úr hverju einasta holi rússneskra togara og séu þær upplýsingar bornar saman við upplýsingar um ferðir þeirra frá gervitunglum.
Þá sé notuð sérstök reiknisaðferð sem verið hafi í þróun hjá stofnuninni. Bent er á það í Fiskeribladet að hér kunni að vera komin skýring á því hvers vegna rússnesk hafrannsóknaskip tóku ekki þátt í rannsóknaleiðangri sem farinn var á norskum hafrannsóknaskipum fyrr í vetur. Asgeir Aglen, fiskifræðingur hjá norsku hafrannsóknastofnuninni, segir í samtali við Fiskeribladet að VNIRO hljóti að hafa notað einhverjar óhefðundnar aðferðir til að komast að þessari niðurstöðu en það breyti engu um að það athyglisverða í málinu sé að rannsóknir leiði í ljós að þorski, þriggja ára og eldri, fari fækkandi í öllum aldurshópum.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 764664
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.