16.7.2010 | 15:52
Úthafs - rækjan gefin frjáls - tekin út úr kvóta
Þessi ákvörðun er tekin til eins árs og henni er ætlað hvetja til betri nýtingar á úthafsrækjustofninum og þannig verði sem mestum verðmætum náð, segir í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu. Í lok ársins verði staðan svo endurmetin.
Gert er jafnfram ráð fyrir að lagt verði fram frumvarp á haustþingi um stýringu rækjuveiða fiskveiðiárið 2010/11.
Í fréttinni er vísað til skýrslu starfshóps ráðuneytisins um veiðar á úthafsrækju frá yfirstandandi ári en þar segir m.a.:
Að framansögðu virðist sem sóknarstýring gæti hentað við veiðistjórnun á úthafsrækju og myndi það líklega vinna gegn því að heimildir döguðu uppi í lok fiskveiðiárs, auk þess sem slík stýring byggir ekki á aflamarki sem leitt getur til millifærslu bolfisks.
Einnig myndu afleiðingar óvissu í stofnmati á úthafsrækju væntanlega verða minni. Með sóknarstýringu á rækjuveiðum yrði upphaflega miðað við sóknartíma á tilteknu viðmiðunartímabili og sóknin stillt þannig við innleiðingu kerfisins að talið yrði að stofninn þyldi vel álagið.
Eftir því sem rækjukannanir og afli á sóknareiningu í veiðunum breyttust sveiflaðist aflinn, en eðlilegast væri að skilgreina viðmiðunarmörk í afla á sóknareiningu eða í stofnmælingu sem kveði á um hvernig dregið yrði úr sókn eða hún aukin eftir mældum stærðum.
Síðan segir í niðurstöðum vinnuhópsins:
Með sóknarstýringu á úthafsrækjuveiðum mætti vinna gegn því að heimildir til úthafsrækjuveiða döguðu uppi. Um allverulega kerfisbreytingu yrði að ræða sem krefðist breytinga á löggjöf."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 3
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 764102
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.