Leita í fréttum mbl.is

„Vituđ ér enn…“

sverrir hermannson

Hinn 17. nóvember 2004 birti höfundur grein, ţar sem stóđ m.a.: „Í Morgunblađinu 27. okt. sl. beindi undirritađur ţeirri fyrirspurn til fjármálaráđherra hvert hefđi veriđ söluverđ eignarhluta Landsbanka Íslands í Vátryggingafélagi Íslands, sem seldur var í ađdrögum ađ sölu bankans.

Ráđherrann svarađi strax daginn eftir og kvađ sér ljúft ađ upplýsa ađ hlutur ríkisins í Landsbankanum hefđi ekki heyrt undir fjármálaráđherra heldur viđskiptaráđherra.

Í lok svarsins segir ráđherra: ,,Ég hefi ekki upplýsingar um umrćtt söluverđ en tel víst ađ ţađ hafi veriđ í samrćmi viđ markađsverđ ţessara bréfa á ţeim tíma."

Ráđherrann „telur víst" en veit ekki um milljarđasölu á eign Landsbankans í VÍS, ţótt bankinn vćri hér um bil allur í eigu ríkisins.

Eins og fram kom í fyrirspurn greinarhöfundar, ţurfti hann engar upplýsingar um ađ salan var á hendi bankamálaráđherra Framsóknar. Né heldur hverjir sáu um söluna fyrir hönd ráđherrans.

Ţađan af síđur hverjir keyptu. Hann var ađeins ađ spyrja gćzlumann landsins kassa um hvađ hefđi komiđ í ţann sjóđ viđ fyrrgreinda sölu.

Stađreyndir málsins eru ţessar: Bankamálaráđherrann bar ábyrgđ á sölunni. Um söluna önnuđust bankaráđsmennirnir Kjartan Gunnarsson, framkvćmdastjóri Sjálfstćđisflokksins og sérleg senditík Finns Ingólfssonar, Helgi Guđmundsson.

Kaupandi var hinn svokallađi S-hópur ,,sem á rćtur sínar ađ rekja til Sambands íslenzkra samvinnufélaga (SÍS)", sbr. Morgunblađiđ 26. okt. sl. bls. 13, ţar sem fyrirsögnin hljóđar: ,,VÍS yfirtekiđ og afskráđ"."

Spurningunni, sem fjármálaráđherra kunni ekki svar viđ, hefir veriđ svarađ fyrir margt löngu. S-hópurinn keypti VÍS-bréfin á 6,8 milljarđa. Tćpum fimm árum síđar seldi hópurinn bréfin fyrir 31,5 milljarđa króna.

Ţađ er ekki von ađ fjármálaráđherrann vildi vita neitt um ţessa frćgu sölu á ríkiseign.

Ţetta er eitt af dćmunum um hvernig framsóknarmenn mökuđu krókinn undir forystu Halldórs Ásgrímssonar međ vitund og vilja Sjálfstćđisflokksins.

Grein úr Fréttablađinu eftir Sverrir Hermannsson fyrrum ţingmann og ráđherra.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband