Leita í fréttum mbl.is

Meðvirkir kvótafíklar

sjómenn 2

Hagsmunasamtök sjómanna eru ónýt og löngu tímabært að leggja þau niður í núverandi mynd.

Þetta hefur ekki komið betur í ljós heldur en einmitt núna þar sem samtökin setja sig á móti mörg þúsund nýjum störfum í sjávarútvegi og afleitum störfum.

Sævar Gunnarsson segist ekki vilja borga lítilsháttar leigu til ríkissins fyrir aflaheimildir en á sama tíma samþykkir hann 30-70% afslátt á fiskverði til sjómanna í gegnum Verðlagsstofu skiptaverð, en sá afsláttur er í mörgum tilfellum margfallt það gjald af hverju kílói sem ríkissjóður ætlar að innheimta af leigukvóta.

Sævar Gunnarsson lætur sjómenn greiða niður vaxtakostnað útgerða af kvótakaupum.

Hagsmunasamtök sjómanna líta með velþóknun á allt brottkast og kvótasvindl.

Hagsmunasamtök sjómanna líta með velþóknun á öll brot á mannréttindum sjómanna enda hefur ekki komið hósti né stuna frá samtökunum vegna álits Mannréttindanefndar SÞ, sem gert var opinbert 2007.

Ekki þarf að hafa mörg orð um afstöðu meirihluta Landsambands smábátaeigenda enda flestir á leið inn í glæpasamtök LÍÚ.


mbl.is Ráðherra í stríð við sjómenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Nú er það á ábyrgð almennings í landinu að standa með Jóni Bjarnasyni gegn LÍÚ mafíunni. það verður einfaldlega að fara á fullt í strandveiðar til bjargar mannslífum.

LÍÚ hefur gert þessari þjóð of mikinn skaða og verður ekkert hlustað á þá aftökusveit!!!!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.10.2010 kl. 12:12

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hin opinbera valdastétt er auðmjúk þý LÍÚ og allir virðast una því vel. Sjávarútvegsráðherra Íslands telst ekki hafa leyfi til að heimila 50 tonna aflaheimild fyrir skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar!

Verður niðurlæging ráðherra dýpri en þetta? 

Árni Gunnarsson, 20.10.2010 kl. 12:52

3 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Voðalegir kórdrengir eruð þið, alsaklausir sem ungabörn.

Hefur enginn tekið eftir því að sjávarútvegurinn greiðir rúma þrjá milljarða í auðlindagjald á þessu fiskveiðiári.

Sjómannasambandið eru regnhlífarsamtök sjómanna á Íslandi. Innan þess er meirihluti sjómanna á voru landi. Það eru þeir sem ákveða stefnu forystunnar en ekki einn maður eins og haldið er fram.

Staðreyndavilla hjá þér Nilli minn að 30-70% afsláttur af fiskverði sé gegnum Verðlagsstofuna. Tölurnar tala sínu máli. Svo skaltu ekki gleyma því að aðalkrafa sjómanna gegnum árin er ALLUR FISKUR Á MARKAÐ. Og menn hafa gengið langt í að fá því framgengt. M.a. farið í verkföll en stjórnvöld hvers tíma hafa slegið þau af, illu heilli.

Það er alveg merkilegt að aðrir sjá heiminn í öðru ljósi en þú, finnst þér ekki?

Valmundur Valmundsson, 26.10.2010 kl. 15:28

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll Valmundur, gaman að sjá þig aftur vinur.

Hvar hef ég rangt fyrir mér í þessari færslu ?

Heimurinn er ekki bara svart og hvítt Valmundur, það veistu, svo þú skalt upplýsa mig í leiðinni hver meðal afslátturinn er á þorski og ýsu sem Verðlagsstofa skiptaverðs gefur útgerðamönnum, td, frá 2005-2010 ?

Krafa sjómanna um allan fisk á markað fór nú ekki hátt hjá ykkur í síðustu samningum, svo ????

Bestu kveðjur til ykkar allra í Vestmannaeyjum.

Níels A. Ársælsson., 26.10.2010 kl. 22:59

5 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sæll aftur Nilli minn.

Eins og þú veist tekur úrskurðarnefnd ákvörðun um lágmarksfiskverð milli skyldra aðila. Vegið meðalverð markaða og sölu í beinum viðskiptum, samkvæmt upplýsingum frá Verðlagsstofu.

Meðalveð á þorski, ýsu og karfa og raunar ufsa líka skal vera ákveðin prósenta af meðalverði markaða og beinnar sölu auk tengingar við afurðaverð.

Viðmiðin eru um 90% +/- nokkur prósent. Og merkilegt nokk,  það hefur staðist og gott betur með örfáum undantekningum. Ég skal senda þér pappírana um þetta ef þú vilt.

Ekki man ég eftir að hafa séð þig í síðustu samningum, svo varla veistu mikið um okkar kröfur.  Meðan krafan um allan fisk á markað næst ekki fram, verður að vera eitthvað sem ákvarðar verðið.

Svo finnst mér ákaflega klént að kenna þriðja aðila um brottkast og kvótasvindl. Þá veistu minna en ég hélt um þessi mál.

Valmundur Valmundsson, 27.10.2010 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband