30.1.2007 | 01:17
Uppnám á Snæfellsnesi út af nýjum veiðarfærum á fiskislóðum við útnesið: Anno-1581.
Notkun lóða bönnuð með dómi að kröfu þeirra sem stunda handfæraveiðar.
Veiðarfæri sem valdið hafa megnri sundurþykkju og áköfum erjum á Snæfellsnesi hafa verið bönnuð með sérstökum dómi sem kveðinn var upp að Grund í Eyrarsveit. Veiðarfæri þau sem svo mikill styrr stendur um eru lóðir er sumir þeirra sem sjó sækja á utanverðu Snæfellsnesi, einkum úr Rifi, hafa lagt á miðum undanfarin ár.
Þessar lóðir eru þeim sem róa með handfæri mikill þyrnir í auga. Telja bændur í innsveitum að þær séu fiskigöngum til fyrirstöðu og útvegur á Hjallasandi gagnist þeim ekki lengur, er þaðan róa með færi, vegna lóðanna. Í öðru lagi vilji allir, sem á lausum kili eru, leggja sig í búðarstöðu í skjóli þeirra, sem tekið hafa upp notkun lóða, svo að aðrir bændur fá ekki vinnumenn nærlendis.
Svo mjög hitnaði í kolunum í vetur út af lóðafiskinu, að jaðraði við styrjöld á Hjallasandi og víðar á utanverðu Snæfellsnesi. Skiptust menn í tvo flokka, þá sem lóðir notuðu, og hina, sem áttu þær ekki, og stappaði nærri, að til hinna mestu vandræða drægi. Það er þess vegna eitt, sem lóðunum er fundið til foráttu, að þær kveiki ófrið, sem hæglega gæti leitt til válegra atburða.
Svo mikið þótti í húfi að höfuðsmaðurinn, Jóhann Bockholt, sá þann kost vænstan að fara sjálfur vestur á Snæfellsnes til að rannsaka þetta mál og fá úr því skorið, hvort þætti horfa til meiri nytsemda að banna lóðanotkun með öllu eða mæla með því, að allir, sem þar sækja sjó, komi sér upp lóðum.
Á dómþinginu kom fram, að margir, sem gera út fiskibáta, sumir hverjir frá Hjallasandi og öðrum útverum, voru mjög tregir til að fá sínum mönnum lóðir, þar er þeir orkuðu ekki að kaupa þær og halda þeim við.
Komust dómsmenn að þeirri niðurstöðu, þó að sumum verði hagur að lóðanotkun þessari, séu hinir fleiri, sem hafi af henni skaða, og horfi til mikils ósamþykkis, ef sumir noti lóðir en sumir ekki.
Það varð því ofan á með ráði höfuðsmanns og sýslumanns, Marteins Rasmussonar, að lóðir megi ekki lengur nota í "þessu Þórsnesþingi, hvorki vetur né sumar, haust né vor" Þótt sumir hafi hafi haft af þeim ávinning, séu þær alþýðu manna til óviðurkvæmilegs sundurþykkis og mörgum til skaða.
Skulu lóðir, sem í sjó verða lagðar þar vestra héðan í frá, vera upptækar umboðsmanni konungs, en fiskur, sem á þær fæst, renna til fátækra manna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:28 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 763849
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ansi skemmtilegir pistlar hjá þér og gaman að lesa gamla nafnið á Hellissandi(Hjallasandi), æskustöðvum mínum. Örugglega ekki margir meðvitaðir um gamla nafnið
Guðmundur H. Bragason, 30.1.2007 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.