30.1.2007 | 13:23
Sjávarþorpin er nú þegar búin að vera !
Vek athygli á tilvitnun bb.is í grein Kristins H. Gunnarssonar í dag. Kristinn tekur ekki djúpt í árina þegar hann segir að það sé hrun framundan. Hrunið skall á eftir Alþingiskosningarnar 2003. Sjávarþorpunum á Vestfjörðum blæddi út eftir að núverandi ríkistjórn rændi völdum. Davíð Oddsson lýsti því yfir í ræðu á Ísafirði fyrir 16 árum að sjávarþorpin á Vestfjörðum og víðar á landinu ættu engann rétt á sér og það ætti að borga fólkinu fyrir að fara. Þetta hefur allt gengið eftir, en engin sem neyðst hefur til að yfirgefa þorpið sitt hefur fengið eigur sínar, atvinnumissinn og búsetuna bætta.
http://bb.is/?PageID=141&NewsID=94727
http://bb.is/?PageID=141&NewsID=21346
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.1.): 12
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 764308
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Smá spennufall í seinni
- Segir nei við sænsku félögin
- Fyrirliðinn heldur áfram
- Sara skoraði gegn toppliðinu
- Þrjú lið tryggðu sér sæti í milliriðlum
- Ólympíufarinn og margir fleiri í Laugardalshöllinni
- Kemur heim með sjö verðlaun
- Sveinn mátti ekki koma inn á
- Gæslumaður fylgdi Elliða allan tímann
- Stórsigur í fyrsta leik (myndir)
Athugasemdir
Ég skil ekki hugsun Davíðs, hún að mínu mati er Stalínísk. Það eiga allir að búa þar sem þeir vilja búa, og ríkisstjórnin á að sjá til þess að lífskjör þeirra verði til sóma. Það er hægt m.a. að kvótinn verði eyrnamerktur sveitafélugunum. Það verður andlega fátækt Ísland ef allir ættu búsetu við stóru byggðalögin, t.d. Reykjavíkursvæðið, Akureyri og Egilsstaði. Allir væru með sömu þarfirnar og steyptir í sama mótið. Nei við verðum að vera með sérstöðu víða á landinu "okkar".
Áslaug Sigurjónsdóttir, 30.1.2007 kl. 13:31
Davíð Oddsson er geðsjúklingur líkt og Ceausescu fyrverandi forseti Rúmeníu, 1967 til 1989. Ceausescu forseti boðaði stórfelda fólksflutninga af landsbyggðinni og reisti risa stórar íbúðarblokkir fyrir fólkið. Hann kallaði yfir þjóð sína hinar mestu hörmungar, hungur og fátækt með þessum aðgerðum. Allir vita hvernig fór fyrir honum. Fólkið flutti flest allt heim aftur í sveitirnar eftir falla forsetans.
Níels A. Ársælsson., 30.1.2007 kl. 13:50
Ég get ekki tekið undir orð þín um geðheilsu fyrrum forsætisráðherra né samlíkingu þína við Ceausescu.
En ég hef, líkt og þú og KHG miklar áhyggjur af þróun landsbyggðarinnar. Ég tel það skipta mjög miklu máli að sveitarfélög fari að fá fleiri sjálfstæða tekjustofna, að fleiri verkefni færist frá ríki til sveitarfélaga og að einstefnu Sjálfstæðisflokksins í einkavæðingarátt verði stöðvuð. Þannig mun ríkið ekki geta valtað yfir íbúana í sveitarfélögunum.
Nú er nýjasta útspil Geirs að afhenda Landsvirkjun þjóðlendur, og svo á að einkavæða hana. Hann hefur þegar tjáð sig um viðhorf sitt til einkavæðingar sjávarútvegsins og finnst greinilega ekki nógu langt gengið.
Þetta þarf að stöðva!
Bkv. Eygló
Eygló Þóra Harðardóttir, 30.1.2007 kl. 14:33
Matthías Bjarnason (um þingsköp) :
Virðulegi forseti. Það hefur oftar en einu sinni komið fram þegar fjallað hefur verið um erfiðleika á einstaka stöðum á landsbyggðinni að fólk hefur kveðið upp mjög harða dóma í útvarpi og víðar. Það hefur sagt: Það á að flytja fólk frá heilum kauptúnum í einhvern annan ákveðinn stað. Þetta harðneskjulega umræðuefni hjá því miður allt of mörgum landsmönnum hefur farið ákaflega fyrir brjóstið á mér. Ég gerði það í örstuttu samtali að minna á félaga Ceausescu sem sumir voru hrifnir af í eina tíð en er nú dáinn. Og ég bætti við, þetta gerist aldrei á Íslandi. Þetta er svo heimfært upp á það að ég eigi við hæstv. forsrh. hvað þetta snertir. Forsrh. hefur ekki lýst því yfir að hann ætli að stuðla að einhverjum nauðungarflutningum á Íslendingum. Það sem gerir það að hér eru erfiðleikar víða á landsbyggðinni er fyrst og fremst röng fiskveiðistefna á undanförnum árum sem hefur kippt atvinnugrundvellinum undan fjölmörgum kauptúnum og kaupstöðum á Íslandi. Það hefur orðið samdráttur þar víða og úr því þarf að bæta með réttlátari skiptingu á afla á milli landsmanna.
níels a. ársælsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.