Leita í fréttum mbl.is

Mannlýsing, anno-1794.

Skúli Magnússon...var hinn fjörugasti maður, stórbrotinn og hugaður vel til hvers sem að kom, þótti nokkuð svakafenginn á hinum fyrri árum og frekur við öl og nokkuð harðdrægur. Voru þar um sagnir margar og sumar sannar. Þótti honum gaman að því, hver sem einbeittur var í góðu eða illu. Hann var vel munaðarleysingjum og kallaður raungóður og var trúlyndur, heldur hár meðalmaður, réttvaxinn og hörundsbjartur, toginleitur og bólugrafinn mjög, varaþykkur, dökkeygður og hvasseygður, hraustur til heilsu. Ekki var hann mjög lærður maður, en skyngóður vel og djarfur og þurfti lítt fylgis annarra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband