Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur bóndi á Suðureyri er strokinn af landi brott með hollenzkri fiskiduggu:

suðureyri við tálknafjörð 6

Lýst eftir strokumanni frá Suðureyri við Tálknafjörð, anno-1787.

Dönsk blöð hafa birt þrívegis í þessum mánuði svolátandi auglýsingu frá Bjarna Einarssyni sýslumanni í Haga á Barðaströnd.

Til vitundar gefst hér með, að 24ða dag júnímánaðar 1786 strauk eigingiftur maður, Guðmundur Bjarnason að nafni, með launung og án passa frá bóndabænum Suðureyri í Tálknafirði í Barðastrandarsýslu á Íslandi frá konu sinni, Ingibjörgu Jónsdóttur, og fimm ungum börnum þeirra. Vitað er, að hann fór af landi með hollenzkri fiskiduggu, og hefur hans ekki orðið vart síðan, þótt eftir honum hafi verið lýst, bæði á héraðsþingi og lögþinginu. Maðurinn er meðalmáta hár, vel vaxinn, rjóður í andliti, nálægt fertugu, hagur á járn og tré. Þessi lýsing birtist þrisvar sinnum í auglýsingablöðum að kröfu konu hans, sem hefur í hyggju að fá sig skylda við hann sem strokumann með dómi, ef nefndur Guðmundur Bjarnason vitjar hennar ekki.

Haga, 10. ágúst 1787. Bjarni Einarsson sýslumaður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir hafa gefið honum brennivín og Sjanghæjað hann eins og kallað var. Þetta tíðkaðist hér við Reykjavíkurhöfn fram á 9. áratuginn. Snorri Sturluson var alræmt skip í þeim málum. Þeir smöluðu rónunum af austurstræti um borð, eftir að hafa skotið á þá pela.

Þá var ekki mikið talað um klíkuráðningar og þá var líka kvótinn heima hjá sér. 

Jón Steinar Ragnarsson, 1.2.2007 kl. 14:01

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það þarf að skoða betur hver urðu örlög Guðmundar.

Níels A. Ársælsson., 1.2.2007 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband