25.4.2011 | 18:05
Tálknfirðingar kváðu niður afturgöngu 1696
Árið 1696 lézt Bjarni Jónsson bóndi á Bakka í Tálknafirði og var hann jarðaður í kirkjugarðinum í Stóra-Laugardal.
Fljótlega eftir að Bjarni var jarðsettur fór að bera á miklum reimleikum á ýmsum bæjum í Tálknafirði. Töldu vitrir menn í Tálknafirði fyrir víst að Bjarni Jónsson hefði gengið aftur og gert fólki þessar ónáðir.
Brugðust Tálknfirðingar hart við og grófu Bjarna upp og veittu honum enn betri yfirsöng. En það kom ekki að haldi og magnaðist afturganga Bjarna til allra muna.
Fóru þá Tálknfirðingar margir saman aftur að gröfinni í annað sinn og grófu Bjarna upp. Varð þeim ærið hverft við í það skipti, því hinn dauði maður var kominn á fjórar fætur í gröfinni.
Þá gripu Tálknfirðingar til gamals ráðs og hjuggu höfuðið af karli og stungu því við þjóin. Við þessa aðgerð brá svo við að Bjarni Jónsson hefur aldrei gert vart við sig síðan.
Meirihluti trúir á framhaldslíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 763764
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Níels. Takk fyrir góða sögu. Þetta er saga sem gæti komið að gagni núna, sérstaklega fyrir þá sem ætla áfram að brjóta á fiskveiðiréttindum almennings í þessum gjörspillta heimi!
Það verður ekki auðvelt að viðhafa niðurkvaðningar þeirra drauga sem velja sér þann vænstan kost drukkna við fiskveiðar/lífsbjararstarf eða láta brenna hysmið utan af sálar-kjarnanum að lífsgöngu lokinni, að ókláraðri réttlætisbaráttu fyrir réttindum almennings til fiskveiða/lífsbjargar?
Máttur viljans til að berjast fyrir réttlæti er ódauðlegur, og skyldi enginn vanmeta styrk og mátt viljans og hugsjónanna í þessu veraldlega spillta jarðlífi!
Réttlætið og sannleikurinn sigrar alltaf að lokum! Ef ekki eftir jarðlífs-lögfræðileiðum þá í einhverri annari vídd sem er þessari æðri og megnugri!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.4.2011 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.