14.6.2011 | 14:00
Níðingsverk sem eru Sjálfstæðisflokknum þóknanleg
Kristín Hávarðsdóttir.
Snúið út úr afstöðu sjálfstæðismanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 20
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 764296
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Hér fyrr neðan gefur að líta athugasemdir sem tvær ungar konur frá Stöðvarfirði skrifa á blogg Sigurjóns Þórðarsonar fyrrum alþingismanns og formans Frjálslyndaflokksins.
Einar K. Guðfinnsson talar um vitleysisbreytingar á kvótakerfinu en styður heils hugar rústun og eyðingu heilla samfélaga í þeim eina tilgangi að tryggja velferð sína gagnvart LÍÚ og fjárhagslega heilsu Sjálfstæðisflokksins.
Tilvitnanir hér fyrir neðan.
Það er svo til háborinnar skammar hvernig var farið með frystihúsið á Stöðvarfirði.
Það er ótrúlegt hvernig Samherji hefur fengið að ganga hér um landið og rústa heilu byggðarlögunum.
Ég er með myndir innan úr húsinu sem mig blóðlangar til að koma fyrir almannasjónir til að sýna fólki hvernig þetta lið vinnur. Þeir eyðilögðu húsið.
Fríða Einars.
Samherjamenn lofuðu gulli og grænum skógum hér fyrir nokkrum árum og Stöðfirðingar brostu hringinn yfir því að vera svo "heppnir" að fá Samherja í samkrull með okkur hvað fiskvinnsluna varðar..
Framtíðin virtist björt, jafnvel bjartari en oft áður - það voru keyptar nýjar græjur í húsið en svo allt í einu þá rífa þeir vonina úr hjörtum okkar allra - símtalið er komið, Kambaröstin, sem við Stöðfirðingar allir berum afar hlýjar tilfinningar til, hefur verið selt til Afríku, skipið er á leið í land, veiðarfærum skal hent á bryggjuna og af stað skal haldið strax niður í nýja heimahöfn.
Ég persónulega mun ALDREI fyrirgefa þeim hvernig þeir fóru með yndislegan stað sem fólkið mitt byggir. Þeir eyðilögðu staðinn af þeim fádæma kulda sem einkennir þeirra starfshætti
- þeim er andskotans sama um allt og alla, eina sem þeir hugsa um er þeirra eigið rassgat og hversu miklum peningum þeir geta troðið inná sig, sama hver fórnarkostnaðurinn verður - jafnvel lífsviðurværi tuga manna og kvenna... Bara sviðin jörð eftir bakteríuna Samherja!!!
Fríða, skora á þig að setja myndir af stað á netið...það má alveg leyfa fólki að sjá hvernig þeir skyldu við húsið!!!