Leita í fréttum mbl.is

Kvótakerfið rannsakað frá 1984

lofoten_2.jpg

Í ljósi umræðunnar um niðurstöður sérfræðinga í skýrslu um hagræn áhrif fyrirhugaðra breytinga á kvótakerfinu ætti ríkisstjórnin að láta þessa sömu aðila semja nýja skýrslu fyrir 1. september nk, um hagræn áhrif kvótakerfisins á sjávarþorpin og íbúanna frá því 1984, um eignaupptöku, atvinnumissis, nauðungarvinnu kvótaleigunar, félagslegar hörmungar, sjálfsvíg, gjaldþrot fjölskyldna og þjónustufyrirtækja tengdum sjávarútvegi og samfélagslegt hrun fjölda sjávarþorpa.

lofoten.jpg

Einnig ætti skýrslan að fjalla um hið gríðarlega brottkast sem viðgengist hefur í kvótakerfinu svo hundruðum þúsundum tonnum nemur og kvótasvindl ýmisa stærstu sjávarútvegsfyrirtækja sem og annara.

norsk_fiskihofn.jpg

Ef þessi atriði verða rannsökuð af hópi sérfræðinga þá er ég langt frá því að vera viss um að sú skýrsla yrði gerð opinber vegna alvarleika innihalds hennar sem gæti varðað við þjóðaröryggi.

Kvótakerfið mundi hrynja til grunna á einni nóttu.

Hætt er við að tugir fyrrum og núverandi þingmanna, ráðherra og fjöldi einstaklinga færu á bak við lás og slá ef lokinu verður lyft af þessari ormagryfju.


mbl.is Óska eftir fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur ertu Níels, þarna er sannleikurinn,

en Ragnar og co segja þjóðinni að svart

sé hvítt.

Aðalsteinn Agnarsson, 19.6.2011 kl. 15:16

2 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Telur þú Níels að hægt sé að snúa við blaðinu nú og hverfa aftur til fyrri tíma með frystihús og útgerð í hverri krummaskuð hringinn í kringum landð eftir allan kvótaniðurskurð frá 1984. Og ef svo er heldur þú þá að sá atvinnurekstur geti orðið arðbær? Innköllun allra veiðiheimilda og endurúthlutun samkvæmt einhverjum óljósum hugmyndum misviturra ráðherra og stjórnmálamanna út um allar koppagrundir, nokkur tonn hér og aðeins fleiri þar? Er það þín framtíðarsýn á sjávarútvegsmál framtíðarinnar. Eða hvernig sérðu þetta fyrir þér? Hlaut það ekki óhjákvæmilega að leiða til samþjöppunar og fækkunar að skera aflaheimildir niður í þeim mæli sem gert hefur verið, hvaða skoðun sem menn nú hafa annars á þeim ráðstöfunum?

Það sem ég óttast mjög er þessi helstefna að ætla að setja fleiri þúsund tonna Gælupotta í hendur misviturra ráðherra til að ráðskast með. Trúir þú því í alvöru að þeim sé treystandi til að fara með það vald sem það skapar þeim? Ég geri það ekki, alls ekki.

Viðar Friðgeirsson, 19.6.2011 kl. 15:54

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Viðar.

Ég nenni ekki að svara þessu, ég hef gert það svo oft áður hérna á þessu bloggi og víðar.

En eitt verð ég að segja, ég treysti misvitrum ráðherra sem verður að vinna fyrir opnum tjöldum vegna upplýsingaskyldu og gegnsæis mun betur en fáráðnlingum og illmennum í LÍÚ og vinum þeirra í bönkunum.

Níels A. Ársælsson., 19.6.2011 kl. 16:51

4 identicon

Ég get tekið undir hver orð í þessu bloggi. Það er mjög brýnt að kvótakerfið verði rannsakað og allar hliðar þess skoðaðar. Það eru bæði jákvæðar hliðar og skuggahliðar á kerfinu. Áhrif þess eru ótrúlega mikil. Hvað er hægt að gera? Safna undirskriftum og afhenda þingmönnum. Skrifa þingmönnum.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 17:06

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll Hrafn.

Það sem hægt er að gera er að safna undirskriftum á netinu, áskorun til stjórnvalda.

Einnig er hægt að senda öllum þingmönnum og ráðherrum stjórnarflokkannastaðlað sendibréf sem hægt væri að hafa á netinu og allir gætu nálgast.

Það yrði sprenging og mikil vakning meðal almennings.

Níels A. Ársælsson., 19.6.2011 kl. 17:14

6 Smámynd: Lýður Árnason

Enn yrkir skáldið sannleik, sérpöntuð bullálit um allt annað en kjarna málsins eru fræðasamfélaginu til skammar, eftirspyrjendum og öllum þeim fjölmörgu sem ganga því í lið.

Lýður Árnason, 20.6.2011 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband