20.6.2011 | 10:57
Þorskstofninn að hrynja ?
Kvótakerfið átti að skila okkur 500-550 þúsund tonna jafnstöðuafla þorsks - en er að skila 160 þúsund tonnum.
Við Kanada austanvert átti sama uppskrift að skila einni milljón tonna jafnstöðuafla eftir 1990...
en þar hrundi stofninn árið 1992 eftir 14 ára tilraunastarfsemi með 20% "aflareglu".....
Allt eru þetta staðreyndir um árangur af þessari tilraunastarfsemi með þeirri andvana fæddu hugmyndafræði sem fiskveiðistjórn hérlendis byggir nú á - stefnu um að svelta smáþorsk til hlýðni við tölfræðilega tilgátu.
Í Barentshafi hrintu Rússar okinu af sér árið 2000 og þá loksins fór hafið að svara í samræmi við líffræðileg grundvallaratriði - það virðist verða að veiða töluvert mikið til að viðkomandi stofn auki afrakstur...
Reynslan gefur þetta til kynna - þetta er ekki kenning.
Tilgátan sem þvinguð er upp á okkur í dag - það er kenning.... að öllum líkindum - andvana fædd kenning ef marka má reynslu...
Gagnstæð stefna - friðun við Kanada austanvert virðist hafa leitt af sér að þorskstofninn þar hrundi við þessa tilraunastarfsemi - vöxtur hrundi og stofninn féll.
Þyngsti fiskurinn á miðunum við Kanada árið 1993 - var 0,84 kg - 7 ára gamall undirmálsfiskur - elsti og þyngsti þorskurinn á því svæði.
Þorskstofnar við Kanada Austanvert eru staðbundnir sér stofnar a.m.k. 9 sjálfstæðir stofnar - það var sannað með skýrslu Harold Thompson fiskifræðings árið 1943 en hann hafði merkt þorsk á svæðinu í 10 ár 1930-1940 og gaf skýrslu sína um staðbundna þorskstofna þarna árið 1943.
Á Íslandi virðast einnig margir og staðbundnir undirstofnar í þorskstofninum - svo áleitin spurning er hvernig á beita "20% aflareglu" á marga undirstofna - af handahófi - út í loftið.
Faglegar forsendur fyrir ríkjandi fiskveiðistjórn virðast flestar fengnar með ágiskunum og tilgátum út í loftið.
Hvernig getur svona lagað endað - nema illa - þegar grunn forsendan sjálf virðist andvana fædd hugmyndafræði sem sveltir smáfisk og þorskstofninn virðist vera að úrkynjast smá saman - ef grannt er skoðað?
Grein eftir Kristinn Pétursson.
Þorskurinn hefur minna að éta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 764343
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Svakalega öflug lægð
- Loka starfsstöðvum í kjölfar stéttarfélagsaðildar
- Milei: Sakleysisleg handahreyfing
- Kalla eftir neyðaraðstoð fyrir íbúa
- Fasteignamógúll handtekinn vegna gruns um svik
- Fordæmalaust fárviðri sem gæti orðið sögulegt
- Þúsundir flýja heimili sín á ný
- Rússar telja ekkert nýtt felast í hótunum Trumps
Athugasemdir
Skemmtilegar pælingar. Er ekki komin sönnun þess að Hafró er útí móa með sínar tilgátur og spár.
Það má líka bæta við að bara hrefnustofninn étur amk 4.300tonn á dag, og samkvæmt mælingum er tæp 50% fiskur. Hvalastofnar eru í sögulegu hámarki.
Loðnan er að hverfa, rækjan er að hverfa, sandsílið er að hverfa ofl. Það þarf ekki að gera neinar rannsóknir á þessu, þorskstofninn og fleira getur ekki annað en hrunið með þessu áframhaldi. En hafró kennir örugglega bara hlýnun jarðar um þetta, það skýla sér allir á bakvið það.
Stefán Gunnlaugsson, 20.6.2011 kl. 12:38
Brýn nauðsyn er að áhugamenn um fiskveiðar komi saman til fundar. Boðaðir verði sérstaklega þeir Jón Kristjánsson og Kristján Pétursson, til að skýra mál.
Björn Emilsson, 20.6.2011 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.