19.8.2011 | 10:13
Svarti dauði á Íslandi
Svarti dauði var mjög skæð farsótt, sem talin er hafa borist til Íslands vorið 1402.
Hálfri öld fyrr, á árunum 1348-1350, hafði pestin gengið um alla Evrópu en barst þó ekki til Íslands, sennilega einfaldlega vegna þess að engin skip komu til landsins þau tvö ár sem hún geisaði á Norðurlöndum og í Englandi.
Ýmist tókst ekki að manna skipin vegna fólksfæðar eða þá að skipverjar dóu á leiðinni og skipin komust aldrei alla leið.
Töluverður vöruskortur var í landinu vegna siglingaleysis þessi ár og er meðal annars sagt að leggja hafi þurft niður altarisgöngur um tíma af því að prestar höfðu ekki messuvín.
Svarti dauði var viðloðandi í Evrópu næstu aldir þótt hann yrði ekki aftur að viðlíka farsótt.
Líklega barst hann til Íslands með farmanninum Hval-Einari Herjólfssyni, sem tók land í Maríuhöfn á Hálsnesi í Hvalfirði. Hann sigldi líklega frá Englandi, en þar er vitað af veikinni árið 1401.
Þangað kom Óli Svarthöfðason prestur í Odda til fundar við Einar. Hann veiktist fljótt og dó í Hvalfirði eftir skamman tíma. Lík hans var flutt til Skálholts til greftrunar. Síðan breiddist veikin hratt út um landið.
Í Árbókum Espólíns segir: Þar kom út í klæði að því er sumir sögðu svo mikil bráðasótt, að menn lágu dauðir innan þriggja nátta, þar til heitið var þremur lofmessum með sæmilegu bænahaldi og ljósbruna, þurraföstu fyrir Kyndilmessu og vatnsföstu fyrir jólin; ennfremur Saltarasöngum, Maríusöngum og að gefa hálfvætt silfurs til Hóla, til að búa skrín Guðmundar hins góða.
Er síðan mælt að flestir næðu að skriftast áður en dóu.
Svarti dauði gekk um landið á árunum 1402-1403 og var mjög skæður.
Á sumum bæjum dó hver einasti maður og sagt er jafnvel að heilar sveitir hafi eyðst; til dæmis er sagt að í Aðalvík og Grunnavík hafi aðeins lifað eftir tvö ungmenni.
Prestum var sérlega hætt við að smitast, þar sem þeir vitjuðu oft dauðvona fólks og veittu því skriftir, og er sagt að aðeins hafi lifað eftir þrír prestar á öllu Norðurlandi og auk þess einn munkur og þrír djáknar á Þingeyrum; aðrir vígðir menn dóu í plágunni.
Ekki er vitað hve margir dóu í Svarta dauða á Íslandi; sumir segja allt að tveir þriðju allra landsmanna hafi fallið í valinn en fræðimenn hafa notað fjölda eyðibýla nokkrum áratugum eftir pláguna til að geta þess til að um helmingsfækkun hafi orðið.
Heilar fjölskyldur og jafnvel ættir dóu og mikil tilfærsla varð á eignum, sumir erfðu stóreignir eftir fjarskylda ættingja og gat stundum verið erfitt að finna réttu erfingjana, þegar óvíst var í hvaða röð fólk hafði dáið.
Kirkjan eignaðist líka fjölda jarða því að fólk hét á kirkjur og dýrlinga og gaf stórfé sér til sáluhjálpar.
Verðmæti jarðeigna hrapaði þó á sama tíma því fjölmargar jarðir lögðust í eyði og leiguverð lækkaði.
Mikill skortur var á vinnuafli eftir pláguna og liðu margir áratugir þar til fór að rætast úr því ástandi. Þetta kom ekki síst niður á sjósókn og varð til þess að minna aflaðist af fiski, sem var helsta útflutningsvara Íslendinga.
Heimild: Wikipedia.
Rottur breiddu ekki út svarta dauða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 763845
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því má bæta við að Arnardalur, sem er inni á hálendinu suður af Möðrudal, er talinn hafa bjargað fólki þar nyrðra, sem flúði þangað og dvaldi þar meðan pestin gekk yfir.
Í áratugi hafa menn rennt hýru auga til Arnardals sem virkjunarstaðar en samkvæmt drögum að Rammaáætlun á hann að verða verndaður.
Ómar Ragnarsson, 21.8.2011 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.