14.11.2011 | 16:35
Volaða land
Volaða land,
horsælu hérvistar-slóðir,
húsgangsins trúfasta móðir,
volaða land!
Tröllriðna land,
spjallað og sprungið af eldi,
spéskorið Ránar af veldi,
tröllriðna land!
Hraunelda land,
hrákasmíð hrynjandi skánar,
hordregið örverpi Ránar,
hraunelda land!
Hafísa land,
ískrandi illviðrum marið,
eilífum hörmungum barið,
hafísa land!
Stórslysa land,
fóstrað af feiknum og raunum,
fóðrað með logandi kaunum,
stórslysa land!
Blóðrisa land,
mölvað af knútum og köglum,
klórað af hrímþursa nöglum,
blóðrisa land!
Vandræða land,
skakt eins og skothendu kvæði
skapaði Guð þig í bræði,
vandræða land!
Drepandi land,
búið með kjark vorn og kjarna,
kúgandi merg þinna barna,
drepandi land!
Drepandi land,
hvað er það helzt sem þú safnar?
Sult vorn og örbirgð þú jafnar,
drepandi land!
Vesæla land!
Setið er nú meðan sætt er,
senn er nú étið hvað ætt er,
vesæla land!
Hrafnfundna land,
munt þú ei hentugast hröfnum?
Héðan er bent vorum stöfnum,
hrafnfundna land!
Höf: Matthías Jochumsson.
![]() |
Óvíst hvenær kvótafrumvarp kemur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:48 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 765874
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Síðast þegar ég svaraði var mér hent úr landsliðinu
- Kveiktu í netinu á tímapunkti
- Gula hjartað mitt er risastórt núna
- Lagði upp í níu marka sigri
- Allt er þegar þrennt er
- Æðislegt að vera í svona flottu félagi
- Það er eiginlega léttir
- Svo gott að klára þetta eftir erfiða bið
- Er svo hamingjusöm núna eftir erfiða tíma
- Þetta gæti ekki verið betra
Viðskipti
- Fréttaskýring: Gerir Trump aldrei neitt rétt?
- Vextir líklega óbreyttir á fundi Peningastefnunefndar í næstu viku
- Fjandsamlegt umhverfi
- Ný markaðsstofa tekur til starfa
- Samgöngustofa segir flugöryggi ráða ákvörðunum sínum
- Nýir forstöðumenn hjá Icelandair
- Skuldabréfin hjá Play
- SI fagna aðhaldi í ríkisfjármálum en vara við íþyngjandi skattaálögum á fyrirtæki
- Kjarni og Moodup sameinast í nýtt mannauðstæknifyrirtæki
- Vélfag skorar á utanríkisráðherra
Athugasemdir
Það væri snjallræði að senda alla á sjóinn, á meðan ESB-strumpa-mafían er að hóta Jóni Bjarnasyni Ögmundi Jónassyni.
Þetta gengur ekki svona lengur, það sjá allir. Bara spurning hvenær fólk hreinlega leggur niður vinnu í þessu landi, fyrir utan klíkufjölmiðla-fólk, bankastarfsfólk og lífeyrissjóðs-starfsfólk.
En það fólk verður nú fljótt svangt, neikvætt og svartsýnt, ef aðrir hætta að framleiða fyrir þau lifibrauð og peninga.
Ef orðin duga ekki, þá verða verkin að tala. Mannréttindi og mannslífin eru númer eitt!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.11.2011 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.