Leita í fréttum mbl.is

Mai-garđurinn 1897

skútur 1-4

Ţetta stanslausa áreiti frá LÍÚ sem dynur á landsmönnum er orđiđ svo ţreytandi ađ ég ćtla ađ reyna ađ leggja mitt af mörkum til ađ lina ţjáningar fólks međ smá fróđleik úr fortíđinni.

Gjöriđ svo vel.

Hinn 1. mai 1897 brast á ofsabylur međ hörkufrosti, norđanstórviđri og fannkomu. Einkum var veđriđ óskaplegt úti fyrir Vestfjörđum, en á ţeim slóđum var nćr allur vestfizki og norđlenzki flotinn.

Telja margir gamlir menn vestra, ađ 1. maí-garđurinn sé hiđ versta áhlaup, sem ţeir hafa nokkru sinni lent í. Ţađ voru heldur engin smárćđis skörđ, sem höggvin voru í skipastólinn í veđri ţessu. Fimm ţilskip fórust međ allri áhöfn, og verđur ţeirra nú getiđ.

Draupnir 20 tonna hákarlaskip frá Akureyri, eign Gránufélagiđ. Međ Draupni fórust átta menn, ţar á međal skipstjórinn, ungur mađur og bráđefnilegur, Jón Jónsson frá Pétursborg í Krćklingahlíđ, ásamt ţremur yngri brćđrum sínum. Móđir brćđranna fjögra var fátćk ekkja sem fáum árum fyrr hafđi misst mann sinn í sjóinn, tvo brćđur og tvo móđurbrćđur. Aleiga hennar voru synirnir fjórir, sem á Draupni silgdu.

Stormur 22 tonna hákarlaskip frá Eyjafirđi, eign nokkura einstaklinga. Međ stormi fórust tólf menn.

Gestur 20 tonna hákarlaskip frá Eyjafirđi, eign Jóns Antonssonar bónda í Arnarnesi. Međ Gesti fórust tíu menn.

Vigga frá Patreksfirđi, eign Markúsar Snćbjörnssonar kaupmanns. Vigga var fremur lítil skúta, einsilgd, nokkuđ gömul og ekki sterkbyggđ. Vigga var gerđ út handfćraveiđar ţegar hún fórst og međ henni tólf menn.

Ţráinn lítil skúta frá Ísafirđi, eign manna frá Skutulfirđi. Ţráinn var gerđur út á handfćraveiđar ţegar hann fórst ađ taliđ er undan Látrabjargi og međ honum ellefu menn. Skipstjóri á Ţránni var Bjarni Bjarnason frá Laugabóli í Arnarfirđi.

(Bjarni skipstjóri var langa lang afi minn).


mbl.is LÍÚ segist vilja samvinnu um lausn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband