Leita í fréttum mbl.is

Njóli - fardagakál

njoli.jpg

"Barasta illgresi ? Fjarri fer því,

fardagakálsins heilsugæði,

og heimula litun á liðinni tíð,

löngu viðurkend fræði.

Vanti þig spólu í vefinn þinn,

vel ég þér njólastrokkinn minn

og lauf í lit á klæði."

 

Fyrrum var njólinn hagnýttur til matar, litunar lyfja og njólastokkarnir sem spólur í vef. Var njólinn stundum fluttur á milli bæja og héraða og gróðursettur sem nytjajurt.

Njólablöð hafa verið etin frá fornu fari hér á landi og víðar, einkum á vorin, eins og nafnið fardagakál bendir til. Má matreiða þau sem salat eða spínat.

Sumir notuðu blaðleggina í graut ásamt rabarbara. Þegar líður á sumarið skemmast blöðin oft af sveppum. Flugur heimsækja ekki njólann og berast frjókorn hans með vindi.

Skyldar njóla eru túnsúra og hundasúra. Best er að matreiða njólablöðin á sama hátt og spínat. - Njóli var mikið notaður til lækninga, litunar og börkunar skinna.

Til hollustu var gert seyði af nýjum blöðunum og drukkið, og einnig var húðin þvegin úr því gegn útbrotum. Seyði var einnig gert af rótinni.

Í blöðum njóla er allmikið C fjörefni og hefur það stuðlað að hollustu hans öðru fremur.


mbl.is Kemur njólanum til varnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Njólinn hefur nú alls ekki verið hér frá fornu fari, heldur var fluttur hingað inn frá Noregi í einhverri hungursneyðinni. Þjóðin átti að eta njólann ("heimulan" á norsku því hann óx einkum heima við bæi)) meðan það versta gekk yfir.

Fallega hugsað en síðan hefur hann útbreiðst um allt og er auðvitað ekkert annað en illgresi þó svo að hægt sé að hafa eitthvað gott af honum (rétt eins og af arfanum!).

Torfi Kristján Stefánsson, 9.7.2012 kl. 14:37

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Torfi. Hvernig getur nytjajurt verið illgresi ? ....

Níels A. Ársælsson., 9.7.2012 kl. 15:09

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Njóli hefur verið kallaður fardagakál, og ekki að ástæðulausu.

Án þess að vilja stuðla að öfgastefnu í nokkra átt, þá leyfi ég mér að taka undir með Merði Árnasyni og síðuhöfundi, um mikilvægi hreinna náttúruafurða, sem eru því miður gífurlega vannýtt auðlind.

Það er mikilvægt að sleppa auglýsinga-áhrifaöfgum í öllum málum á umbreytingartímum í veröldinni.

Ég bendi fólki á upplýsingar um Njóla, á bls. 68 í bók Arnbjargar L. Jóhannsdóttur: Íslenskar lækningarjurtir, söfnun þeirra, notkun og áhrif. Þessi bók var gefin út árið 2009.

Það má ekki þagga niður umræðu um mikilvægi jurtanna á Íslandi og víðar í veröldinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2012 kl. 15:22

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Anna Sigríður. Sammála þér, gott innlegg ..

Níels A. Ársælsson., 9.7.2012 kl. 15:29

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Níels. Gott að við erum sammála um þetta mikilvæga mál

Þegar verið er að tala um auðlindir, þá gleymist sú mikilvæga auðlind, sem hreini náttúrulegi heilsugjafinn er á Íslandi.

Sá sem hefur góða heilsu á sér margar óskir.

Sá sem misst hefur heilsuna á aðeins eina ósk.

Óskina um góða heilsu, til að geta tekið þátt í samfélags-tilverunni, sem ætlast er til að allir ráði við, óháð heilsufarslegri getu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2012 kl. 16:11

6 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Sama gildir auðvitað um arfann eins og ég kom inná hér að ofan. Hann er vítamínríkur og jafnframt er hann lækningajurt.

Hann er samt sem áður illgresi - og sama má segja um njólann (fyrir utan það hvað njólinn er ljótur, ekki síst þegar hann trénar)!

Torfi Kristján Stefánsson, 9.7.2012 kl. 16:23

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Torfi Kristján. Ég er ekki menntuð í þessum fræðum, en hef náð því að lesa mig til um hvernig ég gat haldið áfram í þessu lífi, með náttúrulyfjum meðal annarra lyfja, sem átti að neita mér um að að nota, af kerfinu. 

Arfinn er líka holl lækningarjurt, eftir því sem ég hef lesið mig til um. Það er nauðsynlegt að kynna fyrir fólki hvað hver jurt er í raun, óháð pólitísku spillingar-sigti.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2012 kl. 17:23

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér Anna fyrir góða tilvísun.

Þó Njólinn nytjajurt þá hentar hann ekki sem skraut á opinberum svæðum þar sem hann blasir við. Í því tilliti telst hann ógresi (ef ég má nota það orð)  eða illgresi í þeirri tilvísun og ekki góður til að fegra.

Guðni Karl Harðarson, 9.7.2012 kl. 18:02

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nafnið/hugtakið illgresi hefur fengið afar þröngt skilgreinda merkingu. Sú merking er tekin í tengslum við hefðbundnar nytjajurtir eins og túngrös sem þurftu að skila uppskeru með þæga eiginleika til þurrkunar og hafa næringargildi sem yfirleitt var metið og fundið með áhrifum á nyt kúa og holdarfar fénaðar. Þá hafði þurrkunartími afar mikla þýðingu. Allt önnur viðmið giltu svo um hollustu-og lækningajurtir sem yfirleitt voru annara stofna.

Árni Gunnarsson, 10.7.2012 kl. 11:34

10 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Gott innlegg Árni.

Níels A. Ársælsson., 10.7.2012 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband