Leita í fréttum mbl.is

Virkjun Ţjórsár.

Virkjun Einars Benediktssonar viđ Búrfell 

búrfellÁ árunum 1915 -1917 dvaldist hér á landi norski vélfrćđingurinn Gotfred Sćtersmoen viđ rannsóknir á Ţjórsársvćđinu. Hann kom hingađ til lands ađ tilhlutan Fossafélagsins Títans sem Einar Benediktsson skáld stofnađi ásamt fleirum. Sćtersmoen setti niđurstöđur sínar fram í skýrslu ţar sem m.a. er lýst hugmyndum um virkjun Ţjórsár viđ Búrfell. Skyldi mestur hluti raforkunnar notađur viđ áburđarframleiđslu. Sćtersmoen gerđi ráđ fyrir fimm virkjunum í Ţjórsá frá Urriđafossi upp fyrir Búrfell og einni virkjun í Tungnaá, Hrauneyjafossvirkjun. Skyldi sú viđ Búrfell verđa langstćrst. Ćtlunin var ađ stífla Ţjórsá viđ Klofaey og veita vatninu um opna skurđi í Bjarnarlón ađ inntaksstíflu í Sámsstađaklifi.

Á árunum í kringum 1960 var í fullri alvöru kannađ hvort ráđast ćtti í stórvirkjun í Ţjórsá. Slík virkjun yrđi afar hagkvćm ef góđ nýting á henni fengist frá upphafi. Almenn notkun rafmagns í landinu jókst alltof hćgt til ađ gera Búrfellsvirkjun ađ fýsilegum kosti ţá. Var ţví fljótlega hugađ ađ mögulegri stóriđju í landinu sem nýtt gćti verulegan hluta framleiđslunnar frá upphafi. Ekki munu Íslendingar sjálfir hafa treyst sér til ađ hasla sér völl á ţví sviđi. Áriđ 1961 var Stóriđjunefnd sett á laggirnar til ađ kanna möguleika á ađ semja viđ erlenda ađila um rekstur stóriđju á Íslandi. Samtímis ţessu fóru fram miklar undirbúningsrannsóknir ađ virkjun viđ Búrfell. Ţađ fór síđan saman áriđ 1966 ađ gerđur var samningur um álbrćđslu svissneska fyrirtćkisins Swiss Aluminium Ltd. í Straumsvík og ađ ákveđiđ var ađ ráđast í virkjun viđ Búrfell. Skyldi hvort tveggja hefja starfrćkslu á árunum 1969 -1972. Međ ţessu móti tókst jafnframt ađ sjá hinum almenna raforkumarkađi fyrir hagkvćmri raforku.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Ţorleifsson

Í tímaritinu Sögu frá 2003 er póstkort frá konungskomunni 1907 viđ Gullfoss. Ţar var skálađ í kampavíni fyrir framtíđ Íslands sem iđnađarlands.

Ţegar ég var lítill sá ég Tröllkonuhlaup í Ţjórsá.  Ég held ađ áin renni ekki lengur ţar.  Ţađ voru heilmiklar deilur á Alţingi vegna samningsins viđ Alusuisse en náttúruvernd bar víst lítiđ á góma.  Kárahnjúkavirkjun er ígildi tveggja og hálfrar Búrfellsvirkjunar í afli.  Hún (Kárah.) er fyrsta virkjunin sem er eingöngu reist fyrir stóriđju. Međ ţví ađ stífla ţessar jökulár er tekiđ fyrir aurburđ og sveiflur í rennsli.  Ţađ hlýtur ađ hafa áhrif á lífríkiđ út frá ósunum ţó ekki hafi ţađ mikiđ veriđ rćtt.

Pétur Ţorleifsson , 25.2.2007 kl. 10:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband