Leita í fréttum mbl.is

Þrælasala LÍÚ

þræll 1-2

Kvótamiðlun LÍÚ er samráðsvettvangur útgerðafélaga innan vébanda LÍÚ, þar sem handhafar kvótans með samstilltum aðgerðum hafa haldið uppi háu kvótaverði til útgerða án kvóta.

Þá fjármuni sem handhafar kvótans fá við framsal hans nýta þeir í samkeppni sinni um kaup afla á fiskmörkuðum við fiskverkendur án útgerðar eða útgerðir án kvóta.

Handhafar kvótans ráðið því hver fær og getur nýtt rétt sinn til fiskveiða í atvinnuskyni og hver afkoma þeirra og fiskverkenda er.

Hluta kvóta má flytja milli ára, sem gerir það að verkum að aldrei verður umfram framboð.

Auk þess sem handhafar kvótans geta með málamyndafærlsum milli útgerða sinna búið til viðskipti.

Ekkert eftirlit er af hálfu stjórnvald með kvótaviðskiptum, ef frá er talið að þau ber að tilkynna til Fiskistofu, sem getur stöðvað framsal kvóta sé það mat starfsmanna hennar að framseldur kvóti sé umfram veiðigetu framsalshafa.

Ekkert almennt eftirlit virðist með því hvort um málamyndargerðinga sé að ræða enda fer Fiskistofa ekki fram á afrit reikninga fyrir viðskiptinn og með öllu er óvíst og óljóst hvort virðisaukaskatti sé skilað að viðskiptum með kvóta.

Með þessu skipulagi er íslenzka ríkið að styrkja þröngan hóp útvegsmanna, sem í skjóli einokunar og samráðs stýra fiskveiðum og fiskvinnslu hér á landi.

Félagsmenn í Landssambandi íslenskra útvegsmanna geta með sýndargerningum haldið uppi verði á kvóta og þar með skert samkeppnishæfni skipa án kvóta.

Eigendur skipa án kvóta þurfa að greiða það verð fyrir kvótann sem kvótaeigendurnir setja upp hverju sinni.

Verðinu ráða þeir einir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband