Leita í fréttum mbl.is

Játning heilags Patreks.

páfi

Ég þekki vel sem sagt er um Drottin í sálminum: "Þú tortímir þeim sem lygar mæla." Og enn aftur segir hann: "Lygavarir deyða sálina." Og með sama hætti segir Drottinn í guðspjallinu: "Hvert ónytjuorð sem menn mæla munu þeir verða að svara fyrir á dómsdegi."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Auðvelt er að kasta svona fram og láta sem maður hafi umboðið til þess.  Þetta eru ofstækisfull mannanna orð.  Hitt er að vísu líklegt að lygin komimönnum í koll, þegar á reynir. Slík hegðan kemur mönnum í þann vítahring að óttast að verða uppvísir að henni og glata þar með virðingu og tiltrú.  Lygin kallar á aðrar lygar til að klastra í lygamúr fyrri lyga og oft verða menn fyrir því að þurfa að ljúga alla sína huds og kattar tíð út af einni lygi og síðast en ekki síst að eyða orku og dýrmætum tíma í að muna hverju þeir lugu síðast.

Svona brennisteinsdíalógur eins og að ofan birtist er í stíl við myndina, sem er tákræn fyrir kirkjulegar stofnanir.  Gömlul og brjóstumkennanleg, hlaðin hégóma og prjáli mörg hundruð ára gamallar tísku. 

Öll höfum við gert þau mistök að ljúga og iðrast þess.  Það á líka við um ofangreinda stofnun. Hún skákar hinsvegar í skjóli kenninga um afstæða og yfirskilvitlega hluti, sem erfitt er að sanna né afsanna.

Skemmtilegur vitnisburður um Pápískuna er að þeir samþykktu á þingi nýlega að afnema "limbo" sem er staður milli himins og jarðar, þar sem sálir óskýrðra manna og barna lentu  eftir dauðann og  svifu um í tóminu.  Þetta var óbærileg hugsun fyrir trúaða ,  sem  höfðu misst börn fyrir skírn.  Mikil göfgi þar.

Á miðöldum samþykktu þeir á þingi í konstantínópel að færa heilagan anda úr manninum og til himna, svo við þyrftum að tilbiðja hann í gegnum milligöngu trúarbragða og brellna.  Ég bíð í ofvæni eftir því að fá minn aftur. Kannski verður það á næsta kirkjuþingi.

Annars er það góður siður að segja satt og kannast við glöp sín og yfirsjónir jafn óðum.  Það færir manni frið.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2007 kl. 18:38

2 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Halló....Níels/Nílli

Hvar er gestabókin

Birna Mjöll Atladóttir, 11.3.2007 kl. 18:44

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæl frænka. Skrifaðu mér á nilli.skogar@simnet.is

Níels A. Ársælsson., 11.3.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband