Leita í fréttum mbl.is

Vestfirðir fái heimastjórn.

Vestfjarðaþing:

lightofharemÉg legg til að rætt verði í alvöru að Vestfirðingar taki upp heimastjórn. Til að byrja með verða Vestfirðingar að ríða á vaðið og sameina öll sveitafélög á Vestfjörðum í eitt.

Næsta skrefið verður að Vestfirðingar kjósi sitt eigið þing sem sett verði á Ísafirði og hafi sitt eigið þinghús. Þingmenn Vestfjarða verði 21. 

Vestfjarðaþing starfi með líkum hætti og Alþingi Íslands. Vestfjarðaþing kjósi sér fimm manna Vestfjarðastjórn sem fer með umboð Vestfjarðaþings gagnvart ríkisvaldinu.

Vestfirðingar fái sjálfstjórn frá Alþingi Íslands í öllum sínum málum að utanríkismálum undanskildum.

Ríkisvaldið hefur rækilega sýnt það með háttalagi sínu gagnvart Vestfirðingum að þeim er ekki treystandi til að fara með málefni landshlutans og því tímabært að við tökum sjálf stjórnina í okkar hendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Halló frændi.........komdu aftur til baka. Ég vil ekki sjá norðursvæðið, þoli það ekki.

Ég er farin að kalla Vestfirði, Vestfirði nær (suðursvæðið) og Vestfirði fjær (norðursvæðið)

Birna Mjöll Atladóttir, 11.3.2007 kl. 22:20

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Afleit hugmynd Nilli.  Eins og margt kemur nú ágætt frá þér. Meiri klofningur er ekki það sem þetta litla land þarf heldur sterkari samstaða.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband