Leita í fréttum mbl.is

Norsk heimsvaldastefna í norðurhöfum

 

4a14930rFormaður samtaka útgerðarmanna í Norður-Rússlandi sakar Norðmenn um heimsvalda- og útþenslustefnu í norðurhöfum. Hann segir að kominn sé tími til að taka á árásargirni og ögrunum þeirra.

Þetta kom fram á sjávarútvegsráðstefnu í Murmansk í gær. Varaformaður utanríkismálanefndar rússneska þingsins tekur undir með formanni útgerðarmanna og segir að Norðmenn hafi orð á sér fyrir að reka heimsvaldastefnu í Norður-Íshafinu. Þar geri þeir kröfur sem engir aðrir styðji.

Vitnað er í ummæli varaformanns utanríkismálanefndarinnar á viðskiptavefnum NA24.no og vefsíðu Fiskaren. Einnig kemur fram að í fyrra hafi 11 rússneskir togarar verið teknir og færðir til hafnar í Noregi.

Af skip.is; 16.3.2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband