18.3.2007 | 14:18
Svona gerum við þegar við göngum í kringum jólatré.
Kvóti er "vistaður" - með því að sent er fax á Fiskistofu - engin nóta
þarf að fylgja - hægt er að færa kvóta fyrir milljarða á ókyldar kennitölur -
án þess að gefa út reikning
Þannig má skrá aflaheimildir fyrir milljarða í hvaða tilgangi sem er.
Tilgangurinn er yfirleitt eiunhvers konar "löglegt samráð" tveggja aðila eða
fleiri um nýtingu kvótans til að lækka laun, eða hækka leiguverð
aflaheimilda.
Við bætist svik trikk um "færsla milli áramóta" og "tegundtilfærslu" - en
hvoru tveggja er nýtt í löglega spákaupmennsku - sem var aldrei markmið -
þegar lög um þetta voru sett um stjórn fiskveiða.
Allt er þetta gert og margt felira - til að hækka verð á leigukvóta þorsks
sem mest.
Á s.l. ári urðu tvö fyrirtæki gjaldþrota sem rekja má til samráðs aðgerða.
Síldey NS og Jón Steingrímsson RE.
Báðar útgerðir hófu netaveiðar á grálúðu - en mikill umframkvóti var
augljóslega til og leiguverð um 10 kr/kg
Þegar þessar útgerðir hófu svo veiðar - var búið að "hreinsa" markaðinn og
hvergi hægt að fá leigða grálúðu.
Svo fékkst hún leigð síðar - á 90 kr kg.
Þar með datt botninn úr - tvö fyrirtæki sem áttu þessi skip urðu gjaldþrota.
Svo "brunnu inni" 4000 tonn af grálúðukvóta sem enginn nýtti fyrir 15
milljónir dollara
Þetta dæmi sannar hvað gert er. Sama er gert í öllum tilfellum.
Leiguverð á þorski er nú 185 kr/kg. Almennt verð á þorski samkvmæmt
verðlista "Verðlagsstofu skiptarverðs" sem er opinber verðsamráðsstofa um
fiskverð - er þar er algengt verð á þorski um 120 kr/kg
Leiguverð á þorski - er því 125-150% - FULLT verð verðlagsstofu skiptarverðs.
Markaðsverð á þorski er 180-250 kr á fiskmörkuðum, en ekki er fræðilegum
möguleiki á að gera út fiskiskip - fyrir minna en 100 kr/kg -
Ef þorskur er leigður á 185 kr/kg og sala á fiskmarkaði er 250 - er nettó
verð 65 kr/kg
Leigjandinn er svo lagalega skyldugur til að gera upp við áhöfnina á um 30%
af 250 kr/kg - og hvernig lítur dæmið þá út. ?
Jú áhöfnin á að fá 250 x 30% = 75 kr -
Þarna er strax kominn mínus 10 krónur í dæmið.
En vantar í laun aukahluti skipstjóra styrimanns og vélstjóra, orlof
lífeyrissjóð o.fl.....
Þá er einnig allur annar kostnaður olia veiðarfæri, matur, hafnargjöld
löndunargjöld uppboðskostnaður, viðhald skips og fleira....
Þarna er því bara eitt að gera til að ná endum saman.... Landa 2 fyrir 1.
Annað hvort að gera það - eða gefast upp....... og verða gjaldþrota....
Þeir sem leigja kvóta á 185 - geta nýtt þá fjármuni til að yfirborga
markaðinn og kaupi þeir á t.d. 225 kr/kg - kostar hráefnið þá 225-185 = 40
kr/kg
en fyrir normal fiskverkun hráeefnisverðið 225 - 10% of hátt - til að ná
núlli í rekstri.
en ef fiskverkun leigir kvóta og landar 2 fyrir 1 myndi þetta koma út
framkvæmanlegt.
Þetta er gert - annars væri enginnn að legja kvóta á 185 kr /kg það er ekki
hægt nema landa framhjá 2 fyrir 1 - jafn öruggt og 2 x 2 eru 4.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er bara eitt ráð við þessu, skifta um ríkisstjórn , vonandi dugar það.
Georg Eiður Arnarson, 18.3.2007 kl. 15:19
Glæpakerfi er það og glæpakerfi skal það heita.
Magnús Þór Hafsteinsson, 18.3.2007 kl. 22:19
Glæpakerfi er það, það er ekki vafi og ég hef haldið því fram í 15 ár eða meira að kerfi sem kallar á lagaverði um borð í hvern bát og í hvert fyrirtæki sem er að vinna í þessu rugli er dæmt til að mistakast.
Það verður að vera ávinningur, innbyggður í kerfið, til að þeir sem eru að vinna í því haldi öllu til haga og komi með allt að landi t.d. þannig virkar það líka til hagsbóta fyrir þjóðina, eiganda auðlindarinnar..........?
Kv
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.3.2007 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.