22.3.2007 | 20:06
Óvenju góð aflabrögð um land allt.
Hvað segir gáfnaljósið í Vinnslustöðinni við þessum fréttum, á ekki að halda áfram að skerða þorsk kvótann ?
Mikil og góð aflabrögð eru nú nánast allt í kringum landið. Skipstjórar á Suðurnesjum segjast aldrei hafa lent í öðru eins fiskeríi og þorskurinn sé vænni en sést hafi í manna minnum. Þeir segja skilyrði í hafinu gefa tilefni til miklu meiri veiða og hvetja fiskifræðinga til að koma út á sjó og sjá þetta með eigin augum. Það er sannarlega stemmning í sjávarbyggðum þessa dagana.
Ógrynni virðist vera af þorski í hafinu og sjómenn segja að öll veiðarfæri séu að skila góðum afla. Hjá Fiskistofu segir Þórhallur Ottesen að mikil aflabrögð séu nánast um allt land, ekki bara í þorski. Ýsuveiði er einnig mjög góð. Í Grindavík var línuskipið Ágúst GK að landa hundrað tonnum í dag eftir fjögurra daga útilegu, mest þorski, og Kristín var að koma með tæp 90 tonn að landi.
Þar er vandinn sá að þorskkvótinn er að klárast. Minni bátar hafa einnig verið í mokfiskeríi. Netabáturinn Skátinn, með fjórum mönnum um borð, kom með sex tonn úr síðustu veiðiferð eftir daginn, þar áður ellefu tonn.
Frétt af; visir.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2007 kl. 01:09 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fín mind af Binna.
Georg Eiður Arnarson, 22.3.2007 kl. 20:54
Er myndin af "gáfnaljósinu" í Vinnslustöðinni?
Egill Rúnar Sigurðsson, 22.3.2007 kl. 21:31
Ertu búinn að lesa kvótakerfislofsönginn, eftir fyrrverandi sveitunga þinn, í Blaðinu í dag? Þar er sko aldeilis á ferðinni harðlínutrúmaður á kvóta enda á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Það er sannkallað undrunarefni að svona eintak skuli finnast úti á landsbygðinni.
Jóhannes Ragnarsson, 22.3.2007 kl. 21:49
Hverju er kallinn að úða í sig.......? Mandarínum...?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.3.2007 kl. 22:00
Um að gera að veiða þessa fiska ÁÐUR en þeir hrygna, ekki viljum við hafa fisk um allan sjó ár eftir ár....
Júlíus Sigurþórsson, 22.3.2007 kl. 22:03
Geturðu aldrei skilið það vitleysingurinn þinn að það er mikilvægara að friða verðið á kvótanum en þorskinn: Það ætti að vera hverjum manni auðskilið að ef við færum að beita skynsemi við þorskveiðarnar þá ykist landaður afli og verðið á kvótanum lækkaði að sama skapi. Á hverju ættu þá blessaðir kvótaseljendurnir að leeeeva?
Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 23:46
Þegar Binni í Vinnslustöðinni skrifaði grein í blöðin fyrir örfáum vikum og krafðist þess af stjórnvöldum að farið yrði að tillögum fiskifræðinga (Hafró sem lýtur stjórnarmeirihluta LÍÚ) og tekin yrði upp aflaregla 18-20% þá bar svo við að verð á aflaheimildum í þorski rauk á 5 dögum úr 2100 kr, í 2900 kr. Binni var fenginn í skrifin enda hækkaði eigið fé útgerðarinnar um 60 miljarða á þessum 5 dögum. Þetta er svo kallað Enron heilkenni.
Níels A. Ársælsson., 23.3.2007 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.