Leita í fréttum mbl.is

Íslenzk kvikmynd.

Anno; 1924. Loftur Guðmundsson ljósmyndari framleiðir kvikmynd.

ljosmynd2

Loftur Guðmundsson ljósmyndari hefur gert kvikmynd í sex köflum, er sýnir dagleg störf Íslendinga. Eru þar sýnd vinnubrögð um borð í togurum og verkun aflans í landi, sýndur er heyskapur, bæði á smábýlum upp á gamla vísu og á stórbýlinu Hvanneyri, þar sem vélarnar vinna erfiðustu verkin. Auk þess eru ýmsar landslagsmyndir, sumar mjög fagrar, myndir af Reykjavík og helztu kaupstöðum, ennfremur myndir af föngulegum konum og fallegum ungum stúlkum í alls konar búningum. Yfirleitt þykir myndin hin prýðilegasta. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband