Leita í fréttum mbl.is

Drukknaðir ísbirnir

250px-Ursus_maritinusÍ fyrsta skipti hafa fundist drukknaðir ísbirnir sem taldir eru vera fórnarlömb loftslagsbreytinganna. Að sögn Sunday Times fundust nýlega fjórir dauðir ísbirnir á floti í sjónum í norðurhéruðum Alaska og er búist við því að þeim eigi eftir að fjölga.

Að sögn blaðsins leiddu rannsóknir vísindamanna til þeirrar niðurstöðu að ísbirnir á umræddu svæði þyrfi nú orðið að synda allt að 100 km leið yfir opið haf til þess að finna æti. Þótt ísbirnir séu afburða sunddýr þá eru þeir vanari því að synda meðfram ströndum eða við ísjaðra þar sem þeir geta hvílst.

Langsund yfir opið haf geti hins vegar reynst þeim skeinuhættara. Þeir geti ofkælst eða örmagnast á úthafssundi eða orðið kröppum öldum að bráð. Grænlenska útvarpið greindi frá.


mbl.is Knútur tvöfaldar aðsóknina að dýragarðinum í Berlín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband