Leita í fréttum mbl.is

Ei vitkast sá sem aldrei hefur verið hryggur

Þorgeir Ljósvetningagoði mælti „Ef vér slítum í sundur lögin, slítum vér og í sundur friðinn."

Thomas Hobbes (1588-1679) kallar grundvallarsiðareglur náttúrulög og segir þau vera boð skynseminnar um að gera það sem stuðlar að eigin varðveislu, enda leiði þau röklega af sjálfsbjargarviðleitni mannsins.

Hobbes segir að inntaki náttúrulaganna sé best lýst með gullnu reglunni þegar hún er orðuð neikvætt: „Gerðu ekki öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér." Fyrsta regla þeirra er: „Leitaðu friðar og haltu hann".

Hlýðni við náttúrulögin er því forsenda þess að menn geti búið saman í samfélagi og sá sem brýtur gegn þeim segir sig í raun úr lögum við aðra menn. Slíkir menn eru óalandi og óferjandi í mannlegu samfélagi og voru því áður fyrr gerðir útlægir.

"Held að sumir ættu að hugsa sinn gang"


mbl.is Framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna vikið úr starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband