28.5.2019 | 17:46
Langlífustu hryggdýr jarðarinnar
Hákarlinn sem veiðist við Ísland svo kallaður Grænlandshákarl getur lifað í 400 ár og jafnvel lengur, og eru því að öllum líkindum langlífustu hryggdýr jarðarinnar.
Sjávarlíffræðingar við Kaupmannahafnarháskóla, sem fóru fyrir rannsókn á 28 hákörlum, sem allir voru veiddir úti fyrir ströndum Grænlands komust að þeirri niðurstöðu að meðallíftími hákarlanna væri að minnsta kosti 272 ár.Sá elsti í hópnum, kvendýr, var á bilinu 272 til 512 ára, en líklegast um 392 ára.
Það þýðir að hún hafi þá líklega fæðst um 1627, og hafi því verið að taka sín fyrstu sundtök einhverstaðar í Norður-Atlantshafi um svipað leyti og sjóræningjar frá Algeirsborg héldu til Vestmannaeyja í leit að fólki til að hneppa í þrældóm.
Þetta kvendýr hefur þó þurft að bíða lengi með það að eignast eigin afkvæmi meira en heila öld. Vísindamennirnir komust einnig að því að hákarlar verði líklega ekki kynþroska fyrr en þeir eru orðnir um 156 ára gamlir.
Hákarlakerlingin gamla gæti því hafa loks orðið kynþroska um það leyti sem Skaftáreldar hófust og móðuharðindin skullu á landkröbbum á Íslandi.
Skipverjarnir reknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764335
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Skortsala mikilvæg fyrir verðmyndun
- Inga Sæland fyrir og eftir ráðherrastólinn
- Grallarar á bak við tilboðið
- Íslandsbanki og VÍS í samstarf
- Ríkisstarfsmenn elta vildarpunkta
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.