Leita í fréttum mbl.is

Langlífustu hryggdýr jarðarinnar

hákarl 6

Hákarlinn sem veiðist við Ísland svo kallaður Grænlandshákarl getur lifað í 400 ár og jafnvel lengur, og eru því að öllum líkindum langlífustu hryggdýr jarðarinnar.

Sjávarlíffræðingar við Kaupmannahafnarháskóla, sem fóru fyrir rannsókn á 28 hákörlum, sem allir voru veiddir úti fyrir ströndum Grænlands komust að þeirri niðurstöðu að meðallíftími hákarlanna væri að minnsta kosti 272 ár.Sá elsti í hópnum, kvendýr, var á bilinu 272 til 512 ára, en líklegast um 392 ára.

Það þýðir að hún hafi þá líklega fæðst um 1627, og hafi því verið að taka sín fyrstu sundtök einhverstaðar í Norður-Atlantshafi um svipað leyti og sjóræningjar frá Algeirsborg héldu til Vestmannaeyja í leit að fólki til að hneppa í þrældóm.

Þetta kvendýr hefur þó þurft að bíða lengi með það að eignast eigin afkvæmi — meira en heila öld. Vísindamennirnir komust einnig að því að hákarlar verði líklega ekki kynþroska fyrr en þeir eru orðnir um 156 ára gamlir.

Hákarlakerlingin gamla gæti því hafa loks orðið kynþroska um það leyti sem Skaftáreldar hófust og móðuharðindin skullu á landkröbbum á Íslandi.


mbl.is Skipverjarnir reknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband