28.6.2007 | 13:38
Frelsi
Frelsi vor eflandi, yngjandi von
sem Ísland skal reisa og skipa því vörð
þú blessar í átthögum son eftir son
Þú signir vorn trúnað á dal vorn og fjörð.
Bliki þíns háa fyrirheits foldir
fjallbláar út yfir brim og moldir.
Helgist þér lýður í lífi og stríði
svo langt sem kennist vor gnoð og hjörð.
Höfundur: Einar Benediktsson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 764275
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Reiðubúnir í samstarf á Kárhóli
- Getum ekki þolað að það verði niðurstaðan
- Ég stóð þarna orðlaus
- Ræsing Hvammsvirkjunar gæti tafist um nokkur ár
- Köstuðu flugeldum í matvöruverslun
- Flæðir inn í hús í Borgarfirði
- Ungur maður varaði við veginum
- Allar nýjar vatnsaflsvirkjanir í uppnámi
- Fram að því er heimavinna
- Ákærður fyrir að hafa banað móður sinni
Athugasemdir
Sá hefur bezt úr býtum,
sem búið getur að sínu einn,
frjáls af lymskunnar lýtum
lifir og deyr svo hjartahreinn.
Tryggðum víst vél nú farga.
Veröld snýst. Hver vill
bjarga?
Ráð er sízt að reiða sig
upp á marga.
Úr Flærðarsennu Hallgríms Péturssonar
Aðalheiður Ámundadóttir, 28.6.2007 kl. 15:35
Þetta er glæsilegt kvæði eftir Hallgrím. Ég hef aldrei séð það áður. Hvar náðuru í það ?
Níels A. Ársælsson., 28.6.2007 kl. 19:52
Fann þetta í Sýnisbók Sigurðar Nordal frá 1953. Þar eru sex erindi úr þessu frábæra kvæði.
Hér eru önnur tvö.
Slíkt eru hyggindi haldin,
höfðingsskapur og menntin
Veröldin falsi faldin [prúð.
Fóðrar sinn kjól með
skollahúð,
lærð er á lymsku beglur,
leynt sér hjá fann þær reglur
sem köttur sá, er kreppir
að hvassar neglur.
Oft er fagurt í eyra
alþýðulof af hræsni veitt,
hinum, er á það að heyra,
heimur þykir sem kálfskinn
eitt.
Í augum greið hlæja og
hlakka,
hrósa um leið, biðja og þakka.
Búin er sneið, þá snúa þeir
við þér hnakka.
Aðalheiður Ámundadóttir, 28.6.2007 kl. 21:22
Gömlu góðskáldin okkar eru óþrjótandi uppspretta mannvits, orðkynngi og málsnilldar.
Upprifjun á því öllu væri ævistarf ásamt samanburði við allt þvagflæðið frá okkar uppdópuðu menningarelítu.
Bestir finnst mér þó þeir sem ortu í annari heimsálfu og bjuggu að svo rammefldu tungutaki að mann svimar.
"Hann Einbúi gnæfir svo langt yfir lágt
að lyngtætlur stara á hann hissa.
Og kjarrviðinn sundlar að klífa svo hátt
og klettablóm táfestu missa.
Þó kalt hljóti nepjan að næða hans tind,
svo nakinn hann hopar þó hvergi.
Hann stendur sem hreystinnar heilaga mynd
og hreinskilnin klöppuð úr bergi.
Hét hann ekki Stephan G. þessi karl og bjó undir lokin við rætur Klettafjallanna?
Og orti um þá "nóttlausu voraldar veröld þar sem víðsýnið skín!"
Árni Gunnarsson, 28.6.2007 kl. 23:18
Góða nótt.
Árni Gunnarsson, 28.6.2007 kl. 23:21
Já, Árni mér svelgdist á og svimaði á víxl. Þvílík snild.
Níels A. Ársælsson., 29.6.2007 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.