Leita í fréttum mbl.is

Við Ísland eru 17700 hnúfubakar

Ef meðalþungi hvers hnúfubaks er 30 tonn þá vigtar stofninn samtalls 531 þúsund tonn. Hnúfubakar éta að meðaltali sem svarar 4% af eigin þunga á sólarhring, sem gera 21,2 þúsund tonn, sem gera 7,7 milljónir tonna af fæðu úr hafinu á ári.

Losun co2 er gríðarleg frá úrgangi hnúfubaka og er þá eftir að tala um losun frá útblæstri þeirra.


mbl.is Hnúfubakur að leik á Faxaflóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Skjótum þá!

Hallgrímur Egilsson, 8.8.2007 kl. 13:34

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir þessum staðreyndum.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.8.2007 kl. 13:35

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hvernig ætla umhverfissinnar að tækla þetta ?

Níels A. Ársælsson., 8.8.2007 kl. 13:52

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú meinar "Umhverfis-Ayatollarnir"  Þeir gera bara eins og þeir eru vanir "STINGA HÖFÐINU Í SANDINN"

Jóhann Elíasson, 8.8.2007 kl. 14:00

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Einmitt það sem mér datt í hug líka Jóhann.

Níels A. Ársælsson., 8.8.2007 kl. 15:06

6 identicon

Eigum við þá að veiða þá því þeir menga svo mikið og borða svo mikið?

Eigum við þá ekki að veiða feita vestræna karlmenn sem eiga jeppa líka?

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 20:07

7 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já Baldvinn auðvitað þá líka.

Níels A. Ársælsson., 8.8.2007 kl. 20:12

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mikið eru sumir fljótir að reikna! Það er hreint aðdáunarvert!

Fróðlegt væri að vita e-ð um forsendur útreikninganna - ef þær eru þá til. Og væntanlega éta hvalirnair aðeins þorsk í eftirsóttustu árgöngunum á veiðislóð en láta aðrar lífverur hafsins vera.

Og það skyldi aldrei vera að hvalirnir leggi til meira af koltvísýringi en mannfólkið og jafnvel  öll álverin til samans! 

Svona tegund vísinda ef vísindi kallast, voru töluvert stunduð austur í Rússíá á dögum Stalíns. Þá gáfu menn sér niðurstöðuna fyrirfram upp, oft að ósk stjórnvalda og síðan var hún sönnuð með þeim aðferðum sem Lýsenkó var einna þekktastur fyrir þar eystra.

Megi svona gervivísindi heyra sögunni til.

Leyfi mér að óska hvalaskoðunarfólki á Faxaflóa til lukku með hnúfubakana. Þeir eru mjög velkomnir og óskandi fá þeir að vera í friði fyrir þessum skelfilegu veiðimönnum með drápsfýsn sem sína helstu hvöt til öflunar aukinna lífsgæða.

Mosi alias 

Guðjón Sigþór Jensson, 8.8.2007 kl. 20:50

9 Smámynd: Einar Karl

Sæll Níels, kolefnisáhugamaður!

Sko, hvalur er lífvera, fæðist, borðar, andar, kúkar og deyr svo einhverjum áratugum seinna. Hvalur getur ekki verið nettó uppspretta kolefnis, hann losar ekki frá sér meira kolefni en hann innbyrðir.

Hvalaprump er því ólíkt afgasi úr bílnum þínum því bíllinn gengur fyrir kolefnisforða sem safnast hefur undir yfirborði jarðar á milljónum ára. Þessum kolefnisforða e rverið að skila í andrúmslofið á augnabliki, á mælikvarða jarðsögunnar.

Megi hvalirnir lengi lifa og borða sig metta, ég naut þess virkilega að sjá hnúfubaka í hvalaskoðun úti fyrir strönd Massachusetts og nú fer mann að langa að skella sér í túr á Faxaflóann!

Einar Karl, 8.8.2007 kl. 22:37

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Einar Karl, það er langt síðan ég hef lesið annað eins bull og þú lætur frá þér fara.  Þó að hvalurinn sé lífvera þá eru kýr það líka og ekki veit ég til að svokölluðum náttúruverndarsinnum finnist nokkuð að því að þeim sé slátrað og borðaðar og ég man ekki betur en að umræða hafi verið um að "prump" frá kúm í Bretlandi stæði fyrir 3% af kolefnisútblæstri Breta.  Þessi barnalega upphrópun þín"Megi hvalirnir lifa og borða sig metta" segir meira um þig og þína barnalegu lífsýn heldur en nokkuð annað.  Þú ætlar kannski að fara á kolefni.is og kolefnisjafna hvalaprumpið?

Jóhann Elíasson, 9.8.2007 kl. 07:28

11 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Jóhann. Góður ertu. Flott coment hjá þér.

Níels A. Ársælsson., 9.8.2007 kl. 13:34

12 Smámynd: Einar Karl

Jóhann og Níels, þið eruð eflaust meiri sérfræðingar um prump en ég. Minn punktur er þessi, hvalir láta fá sér CO2, það kolefni kemur úr fæðunni sem þeir éta, það kolefni kemur frá plöntusvifi, sem fær kolefnið úr CO2 úr hafinu! Sem sagt, eðlileg hringrás - engin nettó losun kolefnis. Þetta er svona "basic" efnafræði úr gaggó. Eruð þið ósammála þessu? Endilega útskýrið hvað af þessu er bull.

Upphrópun mín um að hvalir megi lengi lifa byggist á því að mér finnast hvalir fallegar skepnur sem auðga lífríkið og þess vegna fannst mér fréttin um hnúfubakana jákvæð. Þar með ekki sagt að ég sé endilega alfarið á móti hvalveiðum. Og svo sannanlega vil ég ekki að skepnur jarðar séu almennt að svelta. Ykkur má finnast það barnaleg lífsýn.

Einar Karl, 9.8.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband