Leita í fréttum mbl.is

Konungur mildaði dauðarefsingar

Eftir 1830 var tugur Íslendinga dæmdur til dauða í Hæstarétti. Flest málin spruttu á einhvern hátt af óheimilu kynlífi: Konur höfðu framið dulsmál, reynt að leyna barnsburði með því að fyrirfara börnum sínum. Dæmt var fyrir blóðskömm, óheimilt kynlíf vegna fjölskyldutengsla. Karlmaður drap kornungt barn sem honum hafði verið kennt, annar drap konu sem var ólétt eftir hann.

En konungur mildaði refsingu allra svo að enginn var tekinn af lífi samkvæmt dómi. Dauðarefsing var síðan afnumin í tveimur áföngum. Árið 1869 voru sett ný hegningarlög, í aðalatriðum í samræmi við ný dönsk lög, og var þá felld úr lögum dauðarefsing fyrir dulsmál og blóðskömm. Árið 1928 var dauðarefsing afnumin með öllu.


mbl.is Spennusagnahöfundur skrifaði bók um morð sem hann framdi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það má svo bæta við, að maður nokkur var dæmdur til fangelsisvistar fyrir kynvillu á fyrri hluta tuttugustu aldar. Eftir því sem ég best veit, var þetta eini dómur sinnar tegundar á þeirri öld.

Jóhannes Ragnarsson, 5.9.2007 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband