Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegur fulltrúi

Það hefði ekki verið hægt að velja betur. Til hamingju allir Reykvíkingar !

Oddný Sturludóttir er tveggja barna móðir sem lagt hefur stund á píanókennslu, ritstörf, blaðamennsku og skrifað bækur, kvikmyndahandrit og þýtt skáldsögur á íslensku. 

 


mbl.is Oddný Sturludóttir formaður menntamála í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Undir þetta get ég vissulega tekið. Aftur á móti fæ ég ekki séð að núverandi meirihluti geti átt sér langa framtíð óbreyttur.

Fyrri meirihluti sprakk með hvelli vegna ótrúlega subbulegra vinnubragða tiltekins borgarfulltrúa sem áfram situr í ábyrgðarstöðu í nýjum meirihluta.

Eftirlitsskylda þessa meirihluta brást gersamlega þegar hann sat í fyrra hlutverki. Klúðursleg en skýlaus brot á flestum ef ekki öllum meginreglum við ákvarðanatökur um ráðstöfun eigna borgarinnar voru brotnar af faglegri snilld.

 Þetta var gert til ábata ýmsum útvöldum einkavinum þess borgarfulltrúa sem fyrstur mun verða nefndur á öllum stigum þeirrar rannsóknar sem nú er að hefjast að tilhlutan Svandísar borgarfulltrúa.

Hugsum okkur úrskurð um ámælis- eða refsiverð vinnubrögð Björns Inga Hrafnssonar.

Ég sé fyrir mér innrammaða á vegg fundarsals borgarstjórnar í Ráðhúsinu, hina gömlu klisju ómerkilegra pólitíkusa á Íslandi:

VIÐ MUNUM AÐ SJÁLFSÖGÐU DRAGA LÆRDÓM AF ÞESSU !!!!!   

Árni Gunnarsson, 15.10.2007 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband