21.10.2007 | 17:21
Þrúgur reiðinnar
Í kjölfar verðbréfahrunsins í Kauphöllinni í New York 23. október 1929 skall á heimskreppa sem hafði gífurleg áhrif á líf fólks í hinum vestræna heimi.
Lífið varð barátta um brauðið frá degi til dags, atvinnuleysi jókst mikið og fólk stóð í röðum til að komast yfir nauðsynjavörur eins og mat og fatnað. Evrópuþjóðirnar voru í sárum eftir fyrra stríð og ekki varð kreppan til að bæta ástandið þar.
Bókin "Þrúgur reiðinnar" eftir rithöfundinn John Steinbeck sem kom út árið 1939 fjallar um kreppuárinn. Hún segir frá flutningi landbúnaðarverkamanna frá Oklahoma til fyrirheitna landsins í vestri, Kaliforníu, þar sem þeir telja að betra líf og atvinna bíði þeirra.
Tugir þúsunda annarra öreiga eru hins vegar á sömu leið í sams konar erindum og því er ekki mikla vinnu að fá þegar til Vesturstrandarinnar er komið.
Aðkomufólksins bíður eymd, atvinnuleysi og niðurlæging. Steinbeck lýsir aðstæðum fólksins á raunsæjan hátt, og bjó meðal annars með fjölskyldu í svipaðri stöðu og sögupersónurnar um tíma til að öðlast betri innsýn í erfitt líf þeirra.
Margt í frásögn Steinbeck minnir á þau kjör og aðstæður sem leiguliðar Íslenzkir búa við í dag í skugga hins illræmda kvótakerfis við fiskveiðar.
![]() |
Óttast verðfall á hlutabréfum í Evrópu á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.