Leita í fréttum mbl.is

Stungið í steininn fyrir kynvillu

oskarEinn skemmtilegasti og jafnframt litríkasti rithöfundur Breta á síðari hluta 19. aldar var Oscar Wilde eða Oscar Fingal O'Flahertie Wills Wilde eins og hann hét fullu nafni.

Hann fæddist í Dyflinni á Írlandi 16. október árið 1854 en hann lést einungis 46 ára gamall í París 30. nóvember árið 1900. Á sínum tíma var hann helst þekktur fyrir frábær leikrit sem hann skrifaði (alls 9 að tölu) og einnig fyrir ljóð, smásögur og eina skáldsögu The Picture of Dorian Grey.

Var Wilde einn skeleggasti fulltrúi hinnar svokölluðu fagurfræði, en sú stefna átti þá töluverðu fylgi að fagna í Englandi, en einkennisorð hennar voru „listin listarinnar vegna“. En það voru ekki bara ritstörfin sem héldu nafni Wilde´s á lofti.

Maðurinn var í alla staði mjög umdeildur ekki síst fyrir líferni sitt, en hann var t.a.m. dæmdur og settur í fangelsi fyrir kynvillu sem þá var bönnuð á Englandi. Eins og verk margra fremstu rithöfunda heims eru verk Wilde´s tímalaus og eiga jafn mikið erindi við okkur í dag eins og þegar þau komu út.


mbl.is Fágætt eintak bókar eftir Oscar Wilde fannst í handtösku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Wilde dó í kytru sem honum hefur þótt vera fyrir neðan sína virðingu því eitt af því síðasta sem hann skrifaði var: "The wallpaper and I are fighting a duel to the death.  Either that wallpaper goes, or I go".

Ég get ímyndað mér hann segja það með tilþrifum eins og strákarnir í "Queer eye for the straight guy" myndu gera.

Banameinið var heilahimnubólga.

Kári Harðarson, 22.10.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband