Leita í fréttum mbl.is

Húsið mikla

faraóOrðið faraó merkir "húsið mikla". Egyptar trúðu að faraóar væru guðir og jafnvel eftir dauða þeirra voru þeir taldir guðdómlegir.

Menes er talinn hafa verið fyrsti konungur sameinaðs Egyptalands og hann ríkti á árunum 3100-2850 fyrir Krist, en á þeim tíma voru þjóðhöfðingjar Egyptalands ekki kallaðir faraóar.

Það var ekki fyrr en árið 1539 fyrir Krist sem byrjað var að nota orðið faraó sem samheiti yfir egypska konunga.

Á þeim tíma ríkti Ahmosis yfir Egyptalandi og hann var því fyrsti faraóinn.

Ahmosis stofnaði átjándu konungsættina í Egyptalandi og færði Núbíu og Palestínu undir vald Egypta.

Hann fylgdi gamalli hefð og giftist systur sinni Nefertari. Þau eignuðust einn son sem hét Amenhotep I.


mbl.is Andlit Tutankamons til sýnis í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Menes er talinn hafa verið fyrsti konungur sameinaðs Egyptalands og hann ríkti á árunum 3100-2850 fyrir Krist.

Fyrirgefðu spurninguna en er þetta ekki eitthvað málum blandið,eða er ég að misskilja eitthvað ?

Ari Guðmar Hallgrímsson, 4.11.2007 kl. 12:57

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég veit það ekki Ari. Skoðaðu þetta;  http://www.mnsu.edu/emuseum/prehistory/egypt/history/people/menes.html

Níels A. Ársælsson., 4.11.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband