22.11.2007 | 10:23
Ofhleðsla
Nú er eins og runnin sé upp tími síldaráranna þegar menn hlóðu skip sín svo mikið að lítið sem ekkert borð var fyrir báru. Á mörgum skipum voru hafðar merar á lunningunum til að hægt væri að hlaða enn meir af síld á bátana og í raun mun meira en þau gátu borið.
Enda sukku margir til botns þegar hætti að fljóta. Við þessu ástandi brugðust yfirvöld siglingarmála með því að setja hleðslumerki á skipin og sérstakir eftirlitsmenn fóru um hafnir til að fylgjast með merkjunum og voru skipstjórar umsvifalaust sektaðir ef út af var brugðið.
Mér finnst eins og stýrivextir Seðlabankans virki eins og hleðslumerkin og seðlabankastjórinn eins og hleðslumerkja eftirlitsmaðurinn á síldarárunum.
Ljóst er að síldarmerar á lunnungum sumra fjárfesta eru að kafsigla margan grútarprammann !
Fjárfestar forðist íslensku krónuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Níels, þetta er góð samlíking, allavega fyrir okkur sem vitum hvað þú ert að tala um. Það er á hreinu að það er mikið að gera víða núna, við að reyna að hreinsa ofhleðsluna af dekkinu á ýmsum "grútarprömmum". Vonandi að það séu ekki opin boxalok sem setja allt á hliðina.......En sennilega lenda nokkrir á botninum og við verðum bara að vona að það verði mannbjörg....
Það er eins gott að verða ekki nærri þegar samskonar skriða eins og núna ríður yfir í verðbréfunum, fellur í kvótakerfi andskotans og framsóknar, það kemur að því eins og allir vita.....Af sömu ástæðum og í bréfunum...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.11.2007 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.