Leita í fréttum mbl.is

Anno 1530

móðir og barn 3

Fimmtug kona vestur í Breiðafirði ól barn, og er það sögulegast, að hún kenndi það förupilti, tólf ára gömlum, er gekk um og beiddist ölmusu.

 


mbl.is 29 ára kona eignaðist barn með 14 ára pilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er úr Setbergsannál sem er alræmdur fyrir skáldaða atburði og er yfirleitt afskrifaður sem marktæk heimild.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.12.2007 kl. 16:55

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Nú er það Siggi ?

Níels A. Ársælsson., 11.12.2007 kl. 17:11

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það hafa löngum verið stórbrotnar konur og knáir yngissveinar við Breiðafjörð.

Jóhannes Ragnarsson, 11.12.2007 kl. 18:14

4 Smámynd: Magnús Jónsson

mér finnst það nú vekja meiri furðu að konan var fimmtug heldur en að barnsfaðirinn hafi verið ungur.......

Magnús Jónsson, 11.12.2007 kl. 19:59

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svona nokkuð þótti nú ekki tiltökumál í Skagafirðinum þegar ég var ungur,-og þykir ekki enn.

Mest bar á þessu á sjávarjörðum og var rakið til hrognkelsaáts. 

Árni Gunnarsson, 11.12.2007 kl. 22:05

6 Smámynd: halkatla

ég las þetta þegar ég var lítil og fannst alltaf mjög ógnvekjandi...

halkatla, 12.12.2007 kl. 18:57

7 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já Anna, þetta er dálítið undarlegt. Árni, þetta með hrognkelsin útskýrir margt !

Níels A. Ársælsson., 12.12.2007 kl. 19:24

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ekki veit ég betur en hann afi minn Ólfur Thoroddsen hefi verið 16 ára þegar hann varnaði 32ja ára gamalli vinnukonnu sem hann fylgdi yfir Látraheiði um nótt.  Það þótti karlmennskuvottur.

En barnið tók hún langamma min nýfætt , vafði það reifum og reið með það sem böggul í fangi heim til sín. Blessuð móðirin sá ekki barnið sitt oftar - en það var ekkert hugsað um það. Þetta þótti höfðingsverk af þeirri gömlu.

Já, tímarnir breytast.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.12.2007 kl. 14:34

9 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já Ólína, hún langamma þín hefur verið góð kona.

Hún langamma mín í móðurætt var vinnukona (þá 16 ára) á bæ einum í Hnífsdal og varð fyrir þeirri ógæfu að húsbóndinn barnaði hana á sama tíma og húsfreyjan lá í barnsburði.

Stúlkunni var haldið á bænum þar til hún fæddi barnið (dóttur) en síðan rekin í burtu á vergang. Mikill ættbogi er komin frá stúlkubarni þessu og eru afkomendur hennar margir enn á Vestfjörðum.

Níels A. Ársælsson., 15.12.2007 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband