Leita í fréttum mbl.is

Hvað verður nú um íslenzka aflamarkskerfið illræmda ?

liu

Öflugir flotar fiskiskipa ganga svo hart að mörgum fiskistofnum að veiðarnar hafa ekki bara áhrif á stærð stofnanna heldur einnig á það hvernig erfðafræðileg framþróun þeirra verður. Taka þarf þetta með í reikninginn við stjórn fiskveiða.

Þetta er niðurstaða sérfræðinga við norsku hafrannsóknastofnunina og háskólann í Björgvin í Noregi, sem birt er í grein í nýjasta hefti vísindaritsins Science.

Greinarhöfundar segja að margir nytjastofnar hafi þegar þróast á þennan hátt og auk norska vertíðarþorsksins nefna þeir þorskstofna við Kanada og skarkola í Norðursjó. Breytingarnar leiða til þess að meira verður af smáfiski í aflanum en áður.

Vísindamennirnir taka fram að erfðabreytingarnar verði á tiltölulega fáum árum en erfitt sé hins vegar að snúa þróuninni við.

Þeir telja nauðsynlegt að stjórna veiðum úr fiskistofnum með tilliti til erfðafræðilegrar framþróunar þeirra og benda á að tiltölulega auðvelt sé að búa til reiknilíkön sem nota megi við slíka stjórnun.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband