13.12.2007 | 17:11
Blakkát
Dauðinn vitjaði mín í nótt
en forðaði sér er hann sá til mín.
Helsjúkur hugur minn
hafði gefið mér miða
á fyrsta farrými til helvítis.
Sent mig í endalausa myrkvaða hugarangist
djöfullegs innrætis.
Vítislogar bíða rétt handan við hornið
á mínum saurugu grundum
sem aldrei verða slegnar framar.
Það varð ótímabær seinkun á brottför
og eftir stendur samviskan
líkt og nauðgað sjávarþorp
eftir markaðsdrifið kvótakerfi andskotans.
Vængjasláttur hamingjunnar er þagnaður.
Það er nótt í sálu minni
hryggð í hjarta
lendur hugans frostnar í hel.
Lítill fugl flýgur hratt fyrir stafni
en sveigir skyndilega undan vindi
steypir sér niður að öldutopp
líkt og honum fatist flugið
en þýtur svo snöggt upp og hverfur út í blámann.
Angan af söltu brimi og þangi
leggur fyrir vit mín.
Ég geng út götuna meðfram sjávarhömrum
og nem ekki staðar fyrr en í sólsetri eilífðarinnar.
Söngur litla fuglsins heyrist aldrei meir.
18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:13 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Magnaður kveðskapur Nilli. Maður sér þetta í myndum og finnur ilm, heyrir hljóð og nemur vind. Þú mátt sannarlega gera meira af þessu, þótt mér líki síður beinar pólitískar tilvísanir í svo fallegum prósa.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2007 kl. 17:25
er þetta eftir þig? vá mér fannst þetta flott og ég er ENGIN ljóðamanneskja!
halkatla, 13.12.2007 kl. 19:09
Hmm, takk, takk Jón og Anna. Já Anna, höfundurinn heitir víst Nilli .........Blakkát var samið fyrir átta árum út á rúmsjó er fréttir bárust af svipuðu máli og viðhengd frétt.
Níels A. Ársælsson., 13.12.2007 kl. 19:18
Vissi nú alltaf að þið væruð hagmæltir Tálknfirðingarnir.
Grétar Rögnvarsson, 13.12.2007 kl. 21:00
Já og skáldmæltir Grelli. Takk fyrir innlitið gamli vinur.
Níels A. Ársælsson., 13.12.2007 kl. 21:04
Maður kíkir nú alltaf á þetta kjarnyrta og skemmtilega blogg frá þér Nilli minn.
Grétar Rögnvarsson, 13.12.2007 kl. 21:06
Sömuleiðis skoða ég þína síðu vinur. Þú stendur þig bara þræl vel á blogginu Grelli.
Níels A. Ársælsson., 13.12.2007 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.