16.12.2007 | 18:09
Samráð LÍÚ og Fiskistofu (Förðunarstofu)
LÍÚ er samráðsvettvangur útgerðafélaga innan vébanda LÍÚ, þar sem handhafar kvótans geta með samstilltum aðgerðum haldið uppi háu kvótaverði til útgerða án kvóta. Þá fjármuni sem handhafar kvótans fá við framsal hans geta þeir síðan nýtt í samkeppni sinni um kaup afla á fiskmörkuðum við fiskverkendur án útgerðar eða útgerðir án kvóta.
Handhafar kvótans ráðið því hver fær og getur nýtt rétt sinn til fiskveiða í atvinnuskyni og hver afkoma þeirra og fiskverkenda er. Hluta kvóta má flytja milli ára, sem gerir það að verkum að aldrei verður umfram framboð. Auk þess sem handhafar kvótans geta með málamyndafærlsum milli útgerða sinna búið til viðskipti.
Ekkert eftirlit er af hálfu stjórnvald með kvótaviðskiptum, ef frá er talið að þau ber að tilkynna til Fiskistofu, sem getur stöðvað framsal kvóta sé það mat starfsmanna hennar að framseldur kvóti sé umfram veiðigetu framsalshafa.
Ekkert almennt eftirlit virðist með því hvort um málamyndargerðinga sé að ræða enda fer Fiskistofa ekki fram á afrit reikninga fyrir viðskiptinn og með öllu er óvíst og óljóst hvort virðisaukaskatti sé skilað að viðskiptum með kvóta.
Telja verður að með þessu fyrirkomulagi á kvótaviðskiptum hafi Landsamband íslenskra útvegasmanna og félagsmenn þess félags gerst brotlegir við 10., 11. og 12. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Auk þess sem ætla verður að í þessu skipulagi felist óbeinn stuðningur íslenska ríkisins við þröngan hóp útvegsmanna, sem í skjóli einokunar og samráðs geta stýrt fiskveiðum og fiskvinnslu hér á landi.
Félagsmenn í Landssambandi íslenskra útvegsmanna geta með sýndargerningum haldið uppi verði á kvóta og þar með skert samkeppnishæfni skipa án kvóta. Eigendur skipa án kvóta þurfa að greiða það verð fyrir kvótann sem kvótaeigendurnir setja upp hverju sinni.
Verðinu ráð þeir einir.
Verð á þorskaflamarki í sögulegu hámarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:13 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.