17.1.2008 | 08:52
Efnahagslegar sjálfsmorðshugleiðingar
Ragnar Árnason prófessor við Háskóla Íslands.......
og einn af aðal höfundum kvótakerfisins segir í viðtali við Fréttablaðið 13.01.2008, að sérfræðingar fjármálafyrirtækja telji að ein forsendan fyrir vexti fjármálakerfisins og útrás íslenskra fyrirtækja sé auðurinn sem felst í kvótanum.
"Ef sá auður verður skertur verður samsvarandi samdráttur í fjármálageiranum og hagkerfinu öllu. Þeir sem vilja afnema kerfið eða kollsteypa því hljóta að vera í efnahagslegum sjálfsmorðshugleiðingum.
Arnbjörg Sveinsdóttir formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis.......
segir ekki hægt að hafa óheftan aðgang að miðunum. Þetta snúist um það að hafa sem hagkvæmasta nýtingu á auðlindinni
"og auðvitað byggist þetta upp á því að þeir sem hafa til þess þekkingu og getu eru að nýta hana og skila sem mestum arði af því inn í þjóðarbúið"
Spurningar til Ragnars, Arnbjargar og Glitnis-banka:
1. Ragnar; Á íslenzka kvótakerfið þátt í hruni fjármálafyrirtækja í dag eða er það hrun fjármálafyrirtækjanna og mislukkuð útrás spákaupmanna sem er aðal orsökin fyrir gjaldþroti fjármálafyrirtækja á Íslandi ?
2. Ragnar; Átti efnahagskerfi íslendinga og þar með talin útrásin (sáluga) að standa á stöplum yfirveðsettra aflaheimilda (sjá Exel; 100% verðmat 01.01.2008, samtalls kr, 112 milljarðar) (skuldir íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja og tengdra félaga eru líklega um 500 milljarðar í dag) ?
3. Ragnar; Fyrst svona er komð með fjármálafyrirtækin og flest sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi, er þá kvótakerfið í reynd ekki gjörsamlega gjaldþrota ?
4. Arnbjörg;
a) Er það hagkvæm nýting á fiskveiðiauðlindinni að kasta 30% af öllum fiski fyrir borð og svindla á löggiltum hafnarvogum á tegundum og magni sem vegið er (framhjálödun og tegundasvindl) ?
b) Hverjir eru hæfastir og hafa mestu þekkingu á veiðum ? Hverjir sem stundað hafa veiðar og vinnslu hafa skilað mestum arði inn í þjóðarbúið ?
4. Spurning til Glitnis-banka; Hvað varð um sjóði "Fiskveiðasjóðs Íslands" og hvar eru þeir peningar niður komnir ?
![]() |
Glitnir hættur við skuldabréfaútboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður gaman að sjá svörin við þessu...
Hallgrímur Guðmundsson, 17.1.2008 kl. 09:04
Já það væri gaman að sjá svör við þessu Hallgrímur. En þau svör koma örugglega ekki.
Þórir Kjartansson, 17.1.2008 kl. 09:40
Það er ekki mikið um svör Nilli, ekki á þessum vettvangi allavega. Þau senda þér þetta náttúrulega í pósti. Á bréfsefni alþingis, sum hver allavega?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.1.2008 kl. 09:46
Ég sé reyndar að "úrþvætti" þetta sem þú kallar svo er mjög upptekinn, á stöðugum fundum með sjávarútvegsnefnd og þessum helstu máttarstólpum kvótakerfisins og þar stendur trúlega útúr honum vaðallinn.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.1.2008 kl. 12:13
Nei strákar það verða engin svör fyrr en þeir verða dregnir fyrir dómstól Sameinuðu þjóðana vagna grófra mannréttindabrota.
Níels A. Ársælsson., 18.1.2008 kl. 19:57
Þessir andsk. aular verða aldrei dregnir fyrir neinn dóm...ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR...? Aldeilis fráleitt að nokkur maður hafi fyrir því. RAGNAR þessi er álíka ólíklegur, hann á ekki einu sinni mannorð til að hirða af honum. Glitnir fær kúluna kennda "the hard way" þegar ruglið hrynur og veðin með. Þegar ekki verður hægt að halda uppi verðinu á ruglinu með handafli....er þetta ekki málið...?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.1.2008 kl. 20:12
Ég held þetta sé alveg rétt hjá þér Hafsteinn og þessi Ragnar reykás hefur sjálfur séð um að rita sína eigin grafskrift blessaður karlinn.
Níels A. Ársælsson., 19.1.2008 kl. 01:15
Einmitt rétt hjá þér tinnsl.
Níels A. Ársælsson., 19.1.2008 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.