Leita í fréttum mbl.is

Starfsgreinasamband Íslands á réttri leið

Á fundi framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambands Íslands 23. jan sl, var samþykkt að óska viðræðna við forsætisráðherra og félagsmálaráðherra vegna þess alvarlega ástands sem er að skapast í fiskvinnslu. Uppsagnir og óvissa mun hafa atgerfisflótta í för með sér, sem skaða mun greinina til lengri tíma. Framkvæmdastjórnin krefst uppstokkunar á úthlutun aflaheimilda og nýrra samfélagslegra skilyrða og ábyrgðar í því sambandi, áður en það verður endanlega um seinan.  

 

Sjávarútvegsráðherra hvatti, í fyrra sumar, til málefnalegrar umræðu við hagsmunaaðila vegna niðurskurðar á aflaheimildum, áhrif á tekjur þeirra sem starfa í sjávarútvegi,  stöðu þjóðarbúsins og atvinnustig. Sú umræða hefur ekki farið fram að neinu gagni og ekki skilað árangi. Þær uppsagnir sem nú dynja á verkafólki í fiskvinnslu minnir enn á þá staðreynd að íslenskir kvótaeigendur, geta landað öllum afla af Íslandsmiðum hvar sem þeim sýnist, jafnvel í útlöndum, án nokkurrar samfélagslegrar ábyrgðar. Fiskvinnslufólkið situr í sárum.  Þessu ástandi verður að linna.  

Starfsgreinasambandið hefur lagt áherslu á að tryggja, með öllum ráðum, að niðurskurður aflaheimilda bitni sem minnst á fiskvinnslu innanlands, sem er hægt, þar sem verulegur aflahlutur er fluttur í gámum til vinnslu í útlöndum, - vinnslu sem vel er hægt að sinna hér heima. 

Starfsgreinasambandið óskaði samráðs stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og aðila í sjávarútvegi og vinnslu til þess að koma í veg fyrir það atvinnuhrun í sjávarplássunum, sem nú blasir við.

Ekkert hefur verið gert til að stoppa útflutning á gámafiski og engar leiðir eru sýnilegar til þess að auka veðmæti þess afla sem enn er veiddur hér á landi, m.a. með fullvinnslu innanlands og ríkisstjórnin ætti að beita sér fyrir. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er engin.    

Kvótakerfið virðist ekki skila þeim árangri sem til var ætlast og það sem verra er, gríðarlegt fjármagn hefur horfið úr íslenskum sjávarútvegi á undaförnum árum m.a. vegna veðsetninga á aflaheimildum. Greinin hefur veikst og er skuldsett sem aldrei fyrr.

Nýsköpun er lítil sem engin, vísindaleg nálgun í fiskvinnslu, menntun, markaðs- og þróunarvinna er í skötulíki og framtíðarsýn óljós. Kvótabrask og græðgi hefur verið aðall greinarinnar. Heildarmannafli í sjávarútvegi og fiskvinnslu er nú um 9.000 manns og hefur fækkað um rúmlega fjögur þúsund á tæpum áratug og stefni hraðbyri niður á við. Hagræðingin og tæknivæðingin skilar sér ekki til fiskvinnslufólks, þar miðar frekar afturábak en áfram í launkjörum í samanburði við aðra hópa.  

Framkvæmdastjórn Starfsgreinasabands Íslands krefst þess vegna uppstokkunar úthlutun aflaheimilda og nýrra samfélagslegra skilyrða í því sambandi, áður en það verður endanlega um seinan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er gleðilegt að augu framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambandsins skuli vera að opnast fyrir því hverskonar samfélagsmein fiskveiðistjórnunarkerfið er.

Og það eru fleiri á réttri leið, eins og sjá má á heimasíðu Ögmundar Jónassonar: http://www.ogmundur.is/, en þar er að finna ágæta grein eftir Ögmund þar sem hann fjallar um innsýn sína í ranglátt kvótakerfi. 

Jóhannes Ragnarsson, 25.1.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband