26.1.2008 | 17:15
Meirihlutinn fallinn í borginni ?
Ég fæ ekki betur séð en að meirihlutinn í 70 klukkutíma valdasetu nýrrar borgarstjórnar sé hér með fallinn.
Angurgapar og flautaþyrlur hafa í dag kveðið svo fast að orði um úthýsingu Reykjavíkurflugvallar að ekki stendur steinn við stein í málamyndarsamkomulagi Ólafs F. Magnússonar og sjálfstæðismanna.
Ég minni á að það er ekki einkamál Reykvíkinga hvort flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Landsbyggðin ræður miklu þar um og Alþingi íslendinga.
Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 764200
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst sjálfsagt að Reykvíkingar ráði því hvort flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni. Ég er að vestan, en hef búið í vesturbænum og veit af eigin raun hvað flugvélagnýrinn getur verið þreytandi.
Ég held að það sé mjög sjaldgæft að hafa flugvöll í miðri íbúabyggð í borgum.
Theódór Norðkvist, 26.1.2008 kl. 17:33
Ég er sammála Níels. Þessi flugvöllur er ekkert einkamál Reykjavíkinga. Á meðan Reykjavík er miðstöð þjónustu fyrir allt landið, svo sem Landspítala, landsbókasafn, o.s.frv. þá verður að vera almennilegt aðgengi að borginni fyrir landsbúa. Það eru jú landsbyggðarmennirnir sem nota þennan flugvöll. Reykjavíkingar fara aldrei út á land, bara til útlanda. Það er útilokað ef landsbyggðarfólk sem þarf til Reykjavíkur til læknis, t.d. þurfi fyrst að fara í flug og síðan jafnlanga rútu- eða leigubílaferð. Fólk verður að muna að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna, ekki bara þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Og svo sýnist mér líka sem sumir vilji bara losna við hávaðann úr borginni og sé alveg sama þótt sami hávaði sé í úthverfunum.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.1.2008 kl. 21:35
Er landsbyggðarmaður frá Austurlandi og finnst þetta þröngsýnissjónarmið skelfilegt, hvað er að því að byggja alvöru höfuðborg í stað lágreistra skúrbygginga um allt, hvers vegna má ekki nýta Keflavíkurflugvöll og þetta kjaftæði um sjúkraflug er toppurinn á ruglinu.
Hvað er að því að lenda á Akureyri eða í Keflavík, á báðum stöðum er hægt að efla sjúkrahúsin og sérstaklega er þess þörf í Keflavík.
Þetta með Reykjavíkurflugvöll er bara eiginhagsmuna hugsun letihauga, og þröngsýni gamalla afdalabænda sem hræðast reisulega og fallega höfuðborg, en elska kyrrstöðu og rómantíska fortíðarþrá.
Við ferðumst um allan heim og finnst sjálfsagt að eyða 20 mínútum í að aka til miðborgarinnar erlendis, samt eru þeir flugvellir innan borgarmarka erlendis, þannig að samanburður við miðbæ Reykjavíkur og til dæmis London er bara þvæla eins og flest hjá þessum þröngsýnu flugvallarsinnum.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 26.1.2008 kl. 22:19
Og þar hafiði það...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.1.2008 kl. 00:59
Eg er sammála þér völlurinn á að vera þar sem hann er. Hef verið að ferðast
á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar í 15 ár vegna atvinnu minnar. Veðrið er
risjótt, oft er seinkunn á flugi eða aflýst vegna veðurs, eða þá að þær
þurfa að snúa við vegna breyttra veðurfarslegra aðstæðna, sem betur fer er
Þyngeyrarflugvöllur komin aftur í gagnið sem varavöllur,en oft er ófært á
báða staði. Þeir sem vilja flugvöllin burt. Reynið að íhuga það hvað þetta
er langt ferli, að fara til Keflavíkur á bíl eða með rútu, innrita sig inn
tímanlega. þetta er frá því að maður leggur af stað heiman frá sér þar til
að maður er komin á áfangastað 3-5 tímar. það eru mjög oft tafir á flugi.
Ef að völlurinn færi til Keflavíkur, þá yrði í mörgum tilfellum fljótlegra
að keyra til Isafjarðar, ég tala af reynslu, þetta er ekki eins og að hoppa
upp í strætó, innanlandsflugið. Flugið til Akureyrar myndi leggjast af.
menn færu frekar Keyrandi Norður. kv sölvi
Sölvi Arnar Arnórsson, 27.1.2008 kl. 01:53
Fínt fyrir þá sem búa í Hafnarfirði að hafa innanlandsflugið í Keflavík, þeir eru svipað lengi að keyra til Keflavíkur og á Reykjavíkurflugvöll.
Theódór Norðkvist, 27.1.2008 kl. 13:52
Það er bara alveg á hreinu að flugvöllurinn verður í Vatnsmýrinni til ársins 2016, það er alveg sama hvað menn væla og veina þetta er bara staðreynd sem ekki verður breytt.
Jóhann Elíasson, 27.1.2008 kl. 18:21
Ég vona að flugvöllurinn fari aldrei úr Vatnsmýrinni. Hugmyndir um annað eru hreint brjálæði og ekki þess verðar að ræða þær.
Þeir sem eitthverja smá vitneskju hafa um veðurfarslegar aðstæður við flugvöllinn í Vatnsmýrinni og allra annara staða í nágrenni Reykjavíkur vita hversu galin sú hugmynd er að ætla vellinum annað stæði.
Ég legg til sem flestir ræði við starfandi flugmenn í innanlandsflugi og fái þeirra álit.
Nær væri að rýma enn frekar fyrir vellinum þar sem hann er ef málið er að íbúðarbyggð stafi ógn af honum.
Völlurinn verður aldrei færður úr Vatnsmýrinni á meðan viti bornir ráða eitthverju þar um.
Níels A. Ársælsson., 27.1.2008 kl. 23:28
Það virðíst nú ekki sérlega mikið á milli eyrnanna á þeim sem um þetta véla nú um stundir, svo ég mundi búa mig undir að allt geti gerst....og þá meina ég allt.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.1.2008 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.